Jósef Kristinn Jósefsson, leikmaður Grindvíkur, fór í morgun til Búlgaríu til þess að semja við liðið PSFC Chernomorets Burgas en hann var á reynslu hjá liðinu í síðasta mánuði. Grindavík og búlgarska félagið eru langt komin með að semja um kaupverðið. Nánar verður greint frá málinu síðar hér á heimasíðunni.
Nick Bradford til Grindavíkur
Nick Bradford er aftur á leið til Grindavikurliðsins en hann lék hér við frábæran orðstýr síðari hluta 2008/2009 tímabilsins. Allir vita hvað Nick getur og hvers lags karakter hann hefur að geyma og vonandi mun koma hans koma liðinu aftur á réttu brautina. Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær Nick kemur en unnið er í þeim málum. Frekari fregna …
Naumt tap í Grindavík
Grindavíkurstelpur tóku í kvöld á móti Njarðvíkurstelpum í Röstinni í Grindavík dómarar leiksins voru þeir Björgvin Rúnarsson og Georg Andersen. Ljóst var að bæði lið myndu selja sig dýrt Grindavíkurstúlkur í mikilli fallbaráttu við Fjölnir en Njarðvíkurstúlkur í harðri baráttu við Snæfellsstúlkur um fimmta sætið. 1. leikhluti var þó rólegur, bæði lið hittu ílla, og spiluðu harða vörn, staðan eftir fyrsta leikhluta …
13 réttir
GG fiskibollurnar smelltu sér á toppinn í Hópleiknum með því að fá 13 rétta og fengu 624.800 kr glæsilegur árangur hjá þeim. Þeir tróna á toppnum með 22 en Margeir Guðmundsson hefur komið gríðarlega á óvart og fylgir fast á eftir með 20. Leikurinn er rétt að byrja og 10 vikur eru eftir og ég minni á að 2 …
Stutt stopp hjá Sims….
Kevin Sims hélt af landi brott í dag en honum var sagt upp í gærkvöldi. Hann stóð engan veginn undir væntingum og því var þetta óumflýjanleg ákvörðun, sérstaklega í ljósi mjög slæms gengis liðsins um þessar mundir. Það kemur í ljós í leiknum á föstudag á móti Hamri hvort nýr eða nýjir leikmenn verði komnir til liðs við liðið…. …
Grindavík 4 – ÍR 2
Grindavík sigraði ÍR í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum í gær. Orri Freyr og Guðmundur Bjarnason komu Grindavík yfir í fyrri hálfleik en heimamenn jöfnuðu fyrir hálfleik og var því staðan 2-2 eftir 45 mínútur. Í seinni hálfleik bætti Orri við einu marki og svo skoraði Jamie McCunnie lokamark leiksins úr vítaspyrnu. Næsti leikur Grindavíkur í Lengjubikarnum er næstkomandi laugardag …
Nýr leikmaður: Yacine Si Salem
Franski leikmaðurinn Yacine Si Salem hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík. Salem, sem er fæddur í Alsír, er 23ja ára og spilar sem framliggjandi miðjumaður eða framherji. Hann ólst upp hjá Le Havre í Frakklandi en var í tvö ár, 2008-2010, hjá Thrasyvoulos Filis í Grikklandi í 1. og 2. deild en fékk samningnum rift vegna fjárhagsörðugleika félagsins. …
Myndir frá póstmóti
Hérna eru myndir frá póstmóti Breiðabliks sem ég tók þar það má senda mér fleiri myndir til að birta á síðunni á bjarni@umfg.is
Kærar þakkir
Það fór ekki eins og við vildum í gær í Laugardalshöllinni og þurfum við að bíta í það súra epli að hafa tapað tveimum úrslitaleikjum í röð, eftir að hafa unnið fyrstu fjóra. Ég var ansi bjartsýnn í hálfleik og hélt að við værum að reka af okkur slyðruorðið en því fór víðs fjarri og sama hörmungarspilamennskan tók sig …
Upphitunarmyndband
Egill Birgisson hefur klippt saman myndband sem ætti að kveikja í mönnum fyrir leikinn í dag.