Um deildina

Hjólreiðadeild UMFG var stofnuð í apríl 2016 og var tekin inn sem nefnd í 2 ár. Á aðalfundi UMFG 2018 var deildin viðurkennd sem deild eftir tveggja ára reynslu.

Hjólreiðadeildin hefur verið með æfingar/hitting tvisvar sinnum í viku þar sem menn og konur hjóla saman. Þessar æfingar hafa verið á fimmtudögum og sunnudögum.

Hjólreiðadeildin hefur líka staðið fyrir einu stærsta hjólreiðamóti sem haldið er á hverju ári ásamt hjólreiðadeild Víkings og hjólreiðafélaginu Bjarti í Hafnarfirði þar sem Suðurstrandarvegurinn er hjólaður fram og til baka. Deildin hefur einnig staðið fyrir tímatökumótum síðustu 4 árin sem eru með fjölmennustu slíkum mótum.
Síðustu ár hafa verið 2 keppendur sem hafa keppt fyrir hönd UMFG á öllum götuhjólamótum og hafa unnist nokkrir titlar í greininni. Bikar og íslandsmeistaratitlar.

Í fyrra fór Jóhann Dagur Bjarnason á EM í götuhjólreiðum og stóð sig vel. Það var í fyrsta skipti sem UMFG á þátttakanda í svo stóru móti.

Í sumar verða æfingar á fimmtudögum kl 18:00 og á sunnudögum kl 10:00 og er mæting við íþróttamiðstöð