Skotfélag Markmið

Ungmennafélag GrindavíkurSkotdeild

Skotfélagið Markmið endurvakið

Skotfélagið Markmið var stofnað 4.des 1988. Félagið var með aðstöðu til æfingar í hraðfyrstihúsi Grindavíkur í 2 ár en svo missti félagið aðstöðuna. Ekkert gekk að finna nýja aðstöðu og því lá félagið í dvala þar til 17. maí 2009. Þá ákváðu menn að endurvekja félagið aftur.

Í dag er verið að vinna í að fá útisvæði og er í skoðun svæðið við Litla Fell. Félagið er búið að fá aðstöðu í íþróttarhúsi Grindavíkur fyrir loftbyssuæfinga. Æfingar þar verða á laugardögum og er 15 ára aldurstakmark í fylgd með forráðarmönnum. Unnið verður samkvæmt lögum STÍ, UMFG og ÍSÍ.

Nánari upplýsingar um æfingarnar verða auglýstar síðar.

 

Undirbúningsnefnd 🙂