Saga sunddeildar

„Sunddeildin var stofnuð 1. september 2001 í kringum tvö eldri börnin mín, sem ég var að keyra nokkrum sinnum í viku á sundæfi ngar niður í Keflavík, Reykjanesbæ, og var satt að segja orðin mjög þreytt á akstrinum. Í sömu sporum voru svo fleiri foreldrar með sín börn, þannig að þegar ég gerði mér grein fyrir þessari stöðu, tók ég ákvörðun um að stofna deildina eftir að hafa rætt við hina foreldrana um hugmyndina þar sem allir voru mjög jákvæðir,“ segir María Jóhannesdóttir, íþróttakennari og fyrsti formaður sunddeildar UMFG og bætir við að þegar málið lá svona fyrir hafði hún samband við Gunnlaug Hreinsson formann UMFG og lét hann vita um hvað til stæði því hún vildi halda sundinu innan Ungmennafélagsins. Hann var strax mjög jákvæður og ákveðið var að í byrjun mundi deildin heyra undir aðalstjórn þar til formleg stjórn yrði mynduð og því var ekkert að vanbúnaði með að koma deildinni af stað í eldhúskróknum heima hjá henni þaðan, sem deildinni er enn þann dag í dag stjórnað.

Rætt var við Maríu í 75 ára afmælisblaði UMFG sem kom út árið 2010.

„Upphaflega þegar deildin hafði verið stofnuð var ég eini þjálfarinn. Ég skipti krökkunum niður í tvo hópa, yngri og eldri, og voru elstu krakkarnir í 7. bekk Grunnskólans. Áhuginn varð strax mikill og fjölgaði ég hópunum fljótlega í fjóra. Í fyrstu vildu allir iðka sund meðan nýja brumið var á þessu og margir komu á æfingar til að prófa en svo fór eins og gengur og gerist, margir hættu á meðan aðrir ílengdust og smám saman komst á ákveðið jafnvægi á þátttökuna. Svona liðu fyrstu tvö árin, ég sá ein um þjálfunina, stjórnaði deildinni á eldhúsborðinu heima hjá mér, og deildin var rekin þannig að æfingagjöldin voru laun þjálfarans“ segir María brosandi og heldur áfram:

„Árið 2003 kom Magnús Már Jakobsson, sundþjálfari og tók við hluta af þjálfuninni. Magnús er gamall sundmaður frá Bolungarvík þar sem hann iðkaði sund með sundfélaginu Vestra á staðnum og var meira að segja góður!,“ segir María hlæjandi og bætir við að Magnús hafi verið nýfluttur til Grindavíkur frá Höfn í Hornafi rði þar sem hann stofnaði sunddeild og þjálfaði krakkana þar af miklum kraft i.

„Hann hafði kynnst á Höfn grindvískri stúlku sem þar var að vinna í síld, Salbjörgu Þorsteinsdóttur, og nú voru þau flutt saman til Grindavíkur. Ég setti mig í samband við Magnús þegar ég frétti af honum og fékk hann til að koma og þjálfa sem hann samþykkti þó tregur væri í fyrstu. Hann hafði reyndar verið að hugsa til okkar en hafði ekki frumkvæðið sjálfur. Hann tók við eldri börnunum en ég hélt áfram að þjálfa þau yngri. Um þetta leyti fengum við einnig tvær ungar stúlkur úr Grindavík til aðstoðar sitt hvort árið með sinn hvorn hópinn, þær Jóhönnu Pálsdóttur og Valgerði Ágústsdóttur. Þær höfðu verið að æfa sundið niðri í Keflavík á þeim tíma sem ég keyrði sem mest áður en deildin var stofnuð, og náðu þær báðar nokkuð langt en þær voru nokkuð eldri en krakkarnir sem æfðu í Grindavík svo þær komu ekki til að æfa hér.

Komum á samstarfi við önnur félög

Fyrstu mótin sem við héldum eða fórum á voru í samstarfi við sunddeildirnar í Njarðvík og Vogum. Þetta voru deildir af svipuðum stærðarfl okki og við vorum á og hjálpaði þetta samstarf mjög mikið til að komast af stað. Fljótlega eft ir að Magnús kom til sunddeildarinnar hófum við samstarf við Breiðablik í Kópavogi, en þar átti hann góðan kunningja, Magnús Þór, gamlan sundmann sem var orðinn þjálfari. Sunddeildin í Kópavogi er öflug og þetta samstarf er að gera mjög mikið fyrir okkur auk þess sem Vestri í Bolungarvík hefur komið inn í þetta samstarf. Samstarfið við Breiðablik hefur þróast úr sameiginlegu mótshaldi yfir í nánara samstarf. Við höldum saman æfingabúðir ýmist fyrir vestan eða hér fyrir sunnan og förum í æfingabúðir saman erlendis samanber 10 daga ferð til Calella á Spáni 2007. Þessi ferð var mjög skemmtileg og hvetjandi fyrir krakkana og það besta við þetta er að með þessu samstarfi allra félaganna er þetta hægt fyrir okkur litlu félögin auk þess sem það léttir heilmikið undir hjá Breiðablik, stóra félaginu, að hafa okkur með.

Stefnan sett á stóru mótin

Í sundinu gildir sú meginregla þegar að kemur að þátttöku á stóru mótunum sem eru þrjú á hverju ári á vegum Sundsambandsins, Íslandsmeistaramót í 25 metra laug, Íslandsmeistaramót í 50 metra laug og AMÍ sem er Aldursflokkamót Íslands. Til að öðlast þátttöku á þessum mótum er reglan sú að hver sundmaður verður að ná lágmarks tíma sem Sundsambandið ákveður í hverju sundi fyrir hvern aldursfl okk. Íslandsmeistaramótin eru hugsuð fyrir fullorðna sundmenn en Aldursfl okkamótin fyrir börnin og unglingana, ef hins vegar krakkarnir ná lágmörkum inn á Íslandsmeistaramótin fá þau keppnisrétt með þeim fullorðnu en sama regla gildir um lágmarkstímana á AMÍ en þar er baráttan miklu harðari á milli krakkanna af skiljanlegum ástæðum þar sem þetta er þeirra vettvangur,“ segir María og heldur áfram: „Við höfum náð að koma nokkrum krökkum inn á þessi mót síðustu tvö árin, má til dæmis nefna að á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug fyrir tveimur árum áttum við 4 krakka sem kepptu í 9 greinum. Eitt besta afrekið sem okkar sundmaður hefur náð var þegar Hilmar Örn Benediktsson varð í 5. sæti á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug árið 2009 en hann synti í 50 metra og 100 metra bringusundi, svo varð hann í 7. sæti í 200 metra bringusundi. Hann var 15 ára þegar þetta var og þarna synti hann með bestu sundmönnum landsins eins og Íslandsmeistaranum Jakobi Jóhanni.

Árið 2006 var Erla Sif Arnarsdóttir stjarnan okkar þegar hún náði 3. sæti af 136 keppendum á AMÍ, Aldursfl okkamóti, sem haldið var í Reykjanesbæ, síðan þá hafa 3 – 5 krakkar komist inn á það mót árlega.

Mikill agi sem fylgir íþróttinni

Miðað við ekki stærri bæ og marga krakka þá erum við að ná rosalega góðum árangri á landsvísu og ekki hvað síst innan hópsins. Það er skelfilega mikill agi sem fylgir þessari íþrótt ef ná á umtalsverðum árangri. Krakkarnir þurfa að leggja mikið á sig og hafa sterk bein og reyndar er það svo að fl estir krakkarnir standa ekki í þeim miklu æfi ngatörnum sem fylgja svona árangri. Tarnirnar geta staðið yfi r í nokkrar vikur og eru þá æfi ngarnar þannig að æft er þrisvar á dag og byrjar fyrsta æfi ngin klukkan 05:30-07:00 á morgnana áður en þau fara í skólann. Á eftirmiðdögunum frá klukkan 17:40-18:20 koma þau í þrekæfingar og svo synda þau frá 18:20-20:00. Þetta kostar mikinn aga. Krakkarnir í sundinu eru rosafínn hópur í það heila tekið. Þau eru mjög þægileg og gera það sem þeim er sagt, aldrei neitt vesen. Sem dæmi um þetta vil ég rifja upp mjög sérstakt tilvik innan sunddeildarinnar sem gerðist fyrir nokkrum árum. Hugmyndin fæddist innan hópsins í heita pottinum eft ir að einn pilturinn, Andri Meyvantsson hafði veikst alvarlega. Til að styðja hann og fj ölskyldu hans var ákveðið að hrinda af stað áheitasundi. Milli jóla og nýárs gengu þau í hús og söfnuðu áheitum og síðan syntu þau rúma 100 km á einum og hálfum sólarhring og lætur nærri að hafi safnast rúmlega 2 milljónir króna,“ segir María og bætir við að krakkarnir hafi átt veg og vanda af þessu alveg sjálf og stóðu sig þvílíkt vel að þessi viðburður komst í alla helstu fjölmiðla landsins.

Líftími laugarinnar sorglega stuttur

Á sínum tíma eða fyrir um 15 árum glöddust Grindvíkingar þegar ný og glæsileg sundlaug var vígð í Grindavík og höfðu ráðamenn uppi stór orð um þetta mikla mannvirki og þær framtíðarvonir sem bundnar voru við það. Að sögn Maríu er komið í ljós að líft ími laugarinnar er um 3-4 ár í viðbót þegar kemur að iðkun keppnissunds, því í ljós hefur komið að kerið í sundlauginni, sem er úr stáli, er orðið svo ryðgað að bakkarnir dúa allir og veita sundmanninum ekki þá spyrnu sem hann þarf í viðsnúningnum í sundinu.

„Þetta háir okkur líka á vandasömum æfingum þegar við erum í æfingatörn fyrir stórmót en þá er þetta sérstaklega bagalegt og engum bjóðandi,“ segir María og bætir við að þá er útisundlaug engan veginn heppileg sem eini valkosturinn þegar kemur að skólasundi og sundæfingum íþróttafólks. „Þegar vetur eru harðir verður brottfall í æfingasókn þar sem þetta er mikið vandamál hjá yngstu aldurshópunum. Við sjáum muninn á þessu þegar hér verða bilanir á sundlauginni og við leitum á náðir Breiðabliks en þar fáum við inni ef þarf að loka hér vegna viðhalds á lauginni,“ segir hún. María segir að elstu krakkarnir sem byrjuðu að iðka sund þegar sunddeildin í Grindavík var stofnuð 2001 eru í dag komin yfir 18 ára aldur og flest hætt að iðka sund. Nú er hins vegar einn iðkandi 18 ára, Jórmundur Kristinsson, sem byrjaði ekki alveg strax en náði á mjög skömmum tíma undraverðum árangri sem sundmaður. Þá eru 4 krakkar í 10. bekk en síðan er hópurinn sem æfi r reglulega 60-70 krakkar allt niður í 5 ára, sem er elsti bekkur í leikskóla. Deildin var formlega stofnuð sem sérdeild innan Ungmennafélags Grindavíkur í október 2008 en fram að þeim tíma hafði hún heyrt undir aðalstjórn félagsins eins og fyrr segir.

Núveraandi stjórn er þannig skipuð að María er formaður, Jóhann Júlíusson, eiginmaður Maríu ritari, Þórunn Ólafsdóttir, gjaldkeri og Bjarni Svavarsson smiður, meðstjórnandi og Sveinn Árnason, meðstjórnandi. María segir að fyrsta formlega stjórnin sem henni tókst að mynda var með Magga þjálfara og Ólínu Ólafsdóttur en þar fyrir utan er hún formaður, gjaldkeri og meðstjórnandi. „Sennilega er mitt stærsta vandamál að dreifa verkefnum til annarra og virkja þannig þá sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg, því þeir eru svo sannarlega til staðar,“ segir hún brosandi og er rokin að sinna næsta verkefni.