Grindavík leikur í efstu deild á næstu leiktíð!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Kvennalið Grindavíkur leikur í Dominos-deild kvenna á næstu leiktíð en liðið hafði betur gegn Njarðvík í úrslitaeinvíginu um deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta þá fullkomnaði Grindavík endurkomuna með sjö stiga sigri í kvöld, 75-68 og vann einvígið 3-2 sem þýðir að liðið spilar í efstu deild á …

Knattspyrnuskóli Janko & Cober hefst í næstu viku

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með Knattspyrnuskóla í sumar fyrir krakka í 7. til 4. flokk hjá strákum og stelpum. Milan Stefán Jankovic og Nihad Cober Hasecic verða skólastjórar í knattspyrnuskólanum í ár ásamt aðstoðarfólki. Skipulagið á knattspyrnuskólanum er með þeim hætti að boðið verður upp þriggja vikna námskeið og hefst skólinn mánudaginn 14. júní. Æfingatímar á Knattspyrnuskólanum eru eftirfarandi: 7. flokkur …

Sumaræfingar hjá körfuknattleiksdeildinni í sumar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeildin ætlar að bjóða upp á æfingar í sumar fyrir yngri flokka og hvetjum við iðkendur að vera dugleg að mæta – sumarið er tíminn til þess að bæta sig! Það verða tvær æfingar á viku fyrir alla yngri flokka iðkendur til 8. júlí n.k. Hlökkum til að sjá ykkur! Karfa strákar 1, 2 og 3. bekkur Mánudagar kl. 15.00 …

Frítt fyrir 70 börn á þriðja leik Grindavíkur gegn Njarðvík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur ætlar að bjóða 70 krökkum til að koma á leik Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna sem fram fer í Njarðtakshöllinni á sunnudag. Leikurinn hefst kl. 19:15. Hægt er að skrá sig á leikinn í Sportabler en 70 fyrstu sem skrá sig fá frímiða á leikinn. Einnig verður frí rútuferð fram og tilbaka á leikinn í …

Grindavík Íslandsmeistari í stúlknaflokki

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari í stúlknaflokk eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Grindavík byrjaði úrslitaleikinn mun betur og voru komnar með 12 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Keflavík náði þó að klóra sig aftur inn í leikinn, en ekki nóg svo þær næðu nokkurntíman að jafna hann. Að lokum vann Grindavík með 3 stigum, 61-64. Jenný Geirdal Kjartansdóttir var …

Jóhann vann Mývatnshringinn

Ungmennafélag Grindavíkur Hjól, Íþróttafréttir, UMFG

Jóhann Dagur Bjarnason sigraði mývatnshringinn sem haldinn var í tengslum við mývatnsmaraþon og var vegalengdin 42 km að þessu sinni. stutt keppni en á frekar háu tempói og kláraði hann hringinn á 1 klst og 7 mínútum eða á rúmlega 38 km/klst. keppnin byrjaði þannig að hraðinn var keyrður upp strax í upphafi til að reyna að slíta hópinn eins …

Námskeið hjá fimleikadeildinni í júní

Ungmennafélag Grindavíkur Fimleikar

Fimleikadeild Grindavíkur verða með vikunámskeið í sumar fyrir unga krakka sem hafa áhuga á fimleikum! Í boði verða námskeið fyrir krakka fædd frá 2009 til 2014. Námskeiðin fara fram í júní og er skráning hafin á Sportabler! 14. – 16. júní mánudag til miðvikudags Verð: 3.000kr 1-2. bekkur – 15:10-16:10 3.-6. bekkur – 16:10-17:10 21.- 24. júní mánudag til fimmtudags …

Grein: KKÍ Computer says no!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Í vikunni tryggði lið meistaraflokks kvenna hjá Grindavík sér sæti í úrslitum 1. deildar og mæta þær Njarðvík í einvígi um sæti í Domino´s deildinni á næsta ári. KKÍ gaf út þriðjudaginn 25.maí að einvígið skyldi hefjast 31. maí og ef það færi í fimm leiki yrði oddaleikur spilaður 12. júní. Lið stúlknaflokks Grindavíkur er einnig búið að standa sig …

Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Í gær fór fjórði leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að …

Leikjanámskeið UMFG 2021

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2012, 2013 og 2014 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …