Gulir dagar í Jóa Útherja 7. til 14. desember

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Hinir árlegu Gulu dagar vera í Jóa Útherja frá 7. -14. desember næstkomandi. Þar verður fatnaður fyrir iðkendur hjá knattspyrnudeild Grindavíkur á sérstöku tilboðsverði hjá Jóa Útherja í Hafnarfirði. Nýr keppnisbúningur verður tekin í notkun hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar núna eftir helgina sem er tilvalin í jólapakkann. Verða þá meistaraflokkar og yngri flokka í sama keppnisbúning út árið 2022. Hægt …

Aron Jóhannsson áfram hjá Grindavík til 2022

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Aron Jóhannsson hefur gert nýjan samning við Grindavík til ársins 2022. Aron er 26 ára gamall miðjumaður og hefur leikið 67 leiki í deild og bikar með Grindavík á undanförnum þremur keppnistímabilum. Hann hefur skorað í 15 mörk fyrir Grindavík. „Það eru frábærar fréttir fyrir okkur í Grindavík að Aron hafi ákveðið að vera áfram hjá félaginu næstu tvö árin,“ …

Ævar Andri skrifar undir nýjan samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ævar Andri Á. Öfjörð hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2022. Þessi 21 árs varnarmaður er uppalinn hjá félaginu og tók þátt í tveimur leikjum með Grindavík í sumar. Ævar leikur stöðu miðvarðar og var á láni hjá Víði í Garði tímabilið 2019. Hann hefur einnig leikið með GG. Ævar er í háskólanámi í Bandaríkjunum þar sem …

Þorbjörg Jóna framlengir samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Varnarmaðurinn Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með liðinu út tímabilið 2022. Þorbjörg hefur leikið með Grindavík undanfarin tvö tímabil og stóð sig frábærlega með liðinu í sumar sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna. Þorbjörg Jóna var valin leikmaður ársins hjá Grindavík í sumar. Hún var í stóru hlutverki í vörn Grindavíkur …

Sigurjón og Þorbjörg valin best hjá knattspyrnudeildinni   

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur verðlaunaði í gær þá leikmenn meistaraflokka félagsins sem stóðu upp úr hjá félaginu á keppnistímbilinu 2020. Sigurjón Rúnarsson og Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir voru valin best á Grindavík í ár. Það eru leikmenn, þjálfarar og stjórnarfólk sem kjósa um bestu leikmenn hjá hvoru liði fyrir sig. Sigurjón Rúnarsson lék 19 leiki með karlaliði Grindavíkur í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum í …

Samherji styrkir knattspyrnudeildina næstu árin

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Samherji og Knattspyrnudeild Grindavíkur hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem gildir út árið 2022. Samherji hefur verið öflugur styrktaraðili íþrótta í Grindavík á síðustu árum en fyrirtækið hefur verið með töluverð umsvif í sveitarfélaginu í kringum laxeldi og aðra starfsemi. Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, og Hjalti Bogason, rekstrarstjóri hjá Samherja í Grindavík, undirrituðu nýjan samninga í vikunni. …

Gæddu þér á Þristamús og styrktu UMFG í leiðinni!

Ungmennafélag Grindavíkur Taekwondo

Nú getur þú prófað þristamúsina sem allir eru að tala um og styrkt Taekwondodeild Grindavíkur í leiðinni! Eftirrétturinn gómsæti hefur slegið í gegn hjá Barion og Mini Garðinum og nú getur þú prófað þessa snilld sem allir eru að tala um! Skelltu þér inn á http://minigardurinn.is og pantaðu gómsæta þristamús, veldu að fá hana afhenta í Gjánni á laugardaginn. Stykkið …

Opnað fyrir styrki til fjölskyldna fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum. „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur nú opnað fyrir …

Hilmar McShane endurnýjar samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Hilmar Andrew McShane hefur endurnýjað samning sinn við Grindavík til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2022. Hilmar er einn af okkar uppöldu leikmönnum sem hefur leikið 25 leiki í deild og bikar með Grindavík, Keflavík og Njarðvík. Hilmar, sem er 21 árs, tók þátt í 11 leikjum í deild og bikar með Grindavík í sumar. Hann er mjög leikinn …

Jón Axel verður í nýliðavali NBA í nótt

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikið hefur með Davidson háskólanum undanfarin tímabil, tekur þátt í nýliðavali NBA sem fram fer í dag. Hann gekk til liðs við Fraport Skyliners sem atvinnumaður fyrir þetta tímabil en liðið hans leikur í efstu deild í Þýskalandi. Jón Axel er Grindvíkingum að góðu kunnur, ólst hér upp og lék í nokkur ár með félaginu …