Brynja og Eva koma á láni frá Keflavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur fengið liðsstyrk en þær Brynja Pálmadóttir og Eva Lind Daníelsdóttir hafa gengið til liðs við Grindavík á láni frá nágrönnum okkar úr Keflavík. Þær eru báðar löglegar í leik gegn ÍR sem fram fer í Breiðholti annað kvöld. Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Brynju og Evu velkomnar til Grindavíkur!

Stefán Ingi kemur á láni frá Breiðabliki

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Stefán Ingi Sigurðarson mun leika með Grindavík næstu vikurnar en hann kemur að láni frá Breiðabliki. Stefán Ingi er 19 ára gamall framherji og hefur verið að banka á dyrnar hjá meistaraflokki Breiðabliks. Stefán er stór og stæðilegur framherji sem skoraði fyrir Blika í sigri gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum á dögunum. Hann er einn efnilegasti framherji landsins í öðrum flokki. …

Mackenzie Heaney á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur fengið Englendinginn Mackenzie Heaney á láni frá enska liðinu Whitby Town. Mackenzie Heaney er 21 árs framliggjandi miðjumaður sem getur einnig leikið á kantinum. Hann kom til reynslu til Grindavíkur í síðustu viku og hreif þjálfara liðins og forráðamenn með færni sinni. Hann er með öflugan vinstri fót og er góður skotmaður. Heaney kemur úr unglingaakademíu Newcastle United …

Grindavík – Þróttur R. | Bein netútsending

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sýnt verður beint frá leik Grindavíkur og Þróttar Reyjavíkur sem fram fer á Grindavíkurvelli þann 28. júní næstkomandi. Leikurinn hefst kl. 14.00 og má búast við hörkuleik. Leikurinn verður í beinni útsendingu og kostar aðeins 5 dollara að fylgjast með leiknum eða tæpar 700 krónur. Er rukkað gjald til að mæta kostnaði við tækjakaup á útsendingabúnaði. Bein netúsending hefst 10 …

Sala árskort hjá knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið sölu á árskortum fyrir tímabilið hjá meistaraflokkum félagsins. Að þessu sinni ætlar deildin að beina ársmiðasölu sinni í gegnum miðasölu forritið Stubb sem selur miða á efstu deildir karla og kvenna. Árskortið gildir á alla deildarleiki hjá meistaraflokkum félagsins, karla og kvenna. Verðskrá: Einstaklingskort: 11.990 Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna á Grindavíkurvelli tímabilið 2020 …

Styrktu Grindavík með áskrift af Stöð2 Sport Ísland

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Tryggðu þér áskrift af Stöð2 Sport Ísland fyrir aðeins 3.990 kr./mán og styrktu um leið Grindavík! Nánar: www.stod2.is/vinnumsaman Með því að gerast áskrifandi að Stöð2 Sport til 1. desember styrkir þú þitt félag um 6.470 krónur og færð um leið aðgang að allri umfjöllun Stöðvar 2 Sports um íslenskan fótbotla, sem og aðrar íslenskar íþróttir sem verða á dagskrá næstu mánuðina. …

Jafntefli í æfingaleik gegn Fjölni

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík og Fjölnir mættust á Grindavíkurvelli í æfingaleik í dag. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli í fjörugum leik. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Grindavík og náðu gulir 3-1 forystu í leiknum. Grindavík lék skemmtilega hápressu framan af leik sem gekk vel upp. Eftir um 60 mínútur gerðu bæði lið miklar breytingar á sínum liðum og jafnaðist þá leikurinn. Mörk …

Bjössi Hreiðars: Það eru mörg lið um hituna

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

„Ég tók þátt í Getraunadeildinni og mig minnir að það hafi verið skemmtileg deild. Lengjan er komin núna og það er mjög gott,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í gær um tíðindi dagsins en 1. deildin mun í sumar heita Lengjudeildin. Grindvíkingar eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni og þeir unnu ÍR 2-0 í vikunni. …

Tap gegn ÍA í æfingaleik

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

ÍA mætti Grindavík í æfingaleik í gær og komust Skagastúlkur í fjögurra marka forystu fyrir leikhlé. Grindavík sló frá sér í síðari hálfleik og minnkaði muninn niður í tvö mörk þökk sé flottum mörkum frá Birgittu Hallgrímsdóttur og Unu Rós Unnarsdóttur. Meira var ekki skorað og lokatölur 4-2. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. ÍA 4 – 2 …

Maciej framlengir samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Markvörðurinn Maciej Majewski hefur framlengt samning sinn við Grindavík út tímabilið 2021. Maciej eða Maja eins og hann er jafnan kallaður suður með sjó, hefur verið hjá Grindavík síðan 2015. Maja mun einnig sinna markmannsþjálfun hjá Grindavík en hann hefur gert samning um markmannsþjálfun meistaraflokka félagsins og yngri flokka. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Grindavík að hafa tryggt sér þjónustu …