Knattspyrnuskóli UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með Knattspyrnuskóla í sumar fyrir stelpur og stráka í 7. til 4. flokk. Milan Stefán Jankovic og Nihad Cober Hasecic verða skólastjórar í knattspyrnuskólanum í ár, eins og síðasta ár, ásamt aðstoðarfólki. Skipulagið á knattspyrnuskólanum er með þeim hætti að boðið verður upp tveggja vikna námskeið og hefst skólinn miðvikudaginn 15. júní. Æfingatímar á Knattspyrnuskólanum eru eftirfarandi: …

Jankovic fjölskyldan í Grindavík í 30 ár

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Milan Stefán Jankovic kom til Íslands í fyrsta sinn í janúar árið 1992 með það markmið að spila fótbolta fyrir Grindavík. Heimaland hans þá var gamla Júgóslavía. Fjölskylda Janko flutti síðar til landsins, eiginkona hans Dijana Una og börn hans Jovana og Marko Valdimar. Dijana starfaði í fjölda mörg ár fyrir knattspyrnudeildina og sinnti sínum störfum þar af miklum myndarskap. …

Viktor Guðberg framlengir við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Viktor Guðberg Hauksson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2023. Viktor er 22 ára gamall bakvörður/miðvörður og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu á undanförnum tveimur árum. Alls hefur Viktor leikið 43 leiki með Grindavík í deild og bikar og skorað í þeim 7 mörk. Hann var einnig á láni hjá GG snemma á ferlinum þar …

Kristófer Páll til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Kristófer Páll Viðarsson hefur samið við Grindavík og gengur hann til liðs við Grindavík frá Reyni Sandgerði. Kristófer Páll er 25 ára gamall vængmaður sem ólst upp á Austfjörðum en hefur meðal annars leikið með Keflavík, Selfoss, Fylki og Leikni F. Kristófer semur við Grindavík til loka tímabilsins 2024 og mun taka virkan þátt í uppbyggingu á liði Grindavíkur til …

Sala á árskortum Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið sölu á árskortum fyrir leiki sumarsins hjá meistaraflokkum félagsins í Lengjudeildinni. Stuðningsmönnum býðst að kaupa fjórar tegundir af árskortum sem gilda á alla heimaleiki félagsins í deildinni í sumar. Öll kortin eru komin í sölu í miðasöluappinu Stubbi. Þeir sem kaupa árskort í stubbi árskortið sjálfkrafa í appið. Einnig vera gefin út kort sem árskortahafar geta …

Örvar Logi á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Örvar Logi Örvarsson er genginn til liðs við Grindavík á láni frá Stjörnunni. Örvar er á 19. aldursári og leikur stöðu vinstri bakvarðar. Örvar lék á láni með KFG á síðstu leiktíð í 3. deildinni en hefur einnig komið við sögu hjá Stjörnunni á undirbúningstímabilinu. Örvar lék æfingaleik með Grindavík sl. föstudag í sigri gegn Reyni Sandgerði og stóð sig …

Dagur Ingi framlengir út tímabilið 2024

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og gildir samningur hans við félagið út tímabilið 2024. Dagur Ingi er 22 ára gamall og er feikilega fjölhæfur sóknamaður sem getur leikið víða framarlega á vellinum. Dagur á að baki 30 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Grindavík …

Argentínskur miðjumaður til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við miðjumanninn Thiago Dylan Ceijas sem kemur frá Argentínu en er með ítalskt vegabréf. Thiago Dylan er 21 árs gamall og kemur úr akademíu Boca Juniors. Hann hefur einnig verið á mála hjá Genoa, Levante og nú síðast hjá Carpi í Seriu C á Ítalíu. Thiago Dylan getur leyst margar stöður á miðjunni. Hann var á reynslu …

Marín Rún til liðs við Grindavík 

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Grindavík og mun hún leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Marín Rún kemur til liðs við Grindavík frá Hellas Verona á Ítalíu þar sem hún hefur leikið undanfarna mánuði. Marín er 24 ára miðjumaður og hefur leikið stærstan hluta af sínum ferli með Keflavík. Hún lék alls 117 leiki með Keflavík í …

Knattspyrnudeildin fær 70 bolta að gjöf

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur fékk frábæra gjöf núna á dögunum þegar deildin fékk afhenta 70 bolta frá Rúnari Sigurjónssyni málara og Málningu ehf. Boltarnir koma frá PUMA og eru „fjarkar“ að stærð. „Það er einstakt að hafa svona öflugt fólk í okkar nærumhverfi sem lætur sér velferð félagsins varða og er tilbúið að styrkja fótboltann í Grindavík með þessum hætti. Þessi gjöf …