Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram þriðjudaginn 26. Mars 2024 kl. 18:00 í nýju aðstöðu knattspyrnudeildarinnar Safamýri 26, Reykjavík. Dagskrá: 1) Fundarsetning. 2) Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar. 4) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 5) Kosning til formanns. 6) Kosning til stjórnar. …
íþróttafólk Grindavíkur 2023
Sunnudaginn 11. febrúar kl. 11:00 verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks úr Grindavík sem skaraði fram úr á árinu 2023 á Hilton Reykjavík Nordica. Eftirfarandi eru tilnefnd sem íþróttafólk Grindavíkur 2023. Íþróttakona Grindavíkur Árdís Guðjónsdóttir, pílukast Ása Björg Einarsdóttir, knattspyrna Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur Patricia Ladina Hobi, hestaíþróttir Þuríður Halldórsdóttir, golf Íþróttakarl Grindavíkur Alexander Veigar Þorvaldsson, pílukast Helgi Dan Steinsson, golf …
Nýr framkvæmdastjóri UMFG
Þorleifur Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur og var hann valinn úr hópi umsækjenda. Þorleifur eða Lalli eins og við köllum hann hjá UMFG er á fertugsaldri og er fæddur og uppalinn í Grindavík. Hann hefur þjálfað flesta flokka innan körfuknattleiksdeildar ásamt því að vera sjálfur leikmaður allra flokka þar frá unga aldri. Lalli er nú þegar farin að …
Grindavíkur baðhandklæði
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu eru að selja Grindavíkur baðhandklæði til styrktar fjáröflun flokksins má bjóða ykkur eintak ? endilega hafið samband við Petru Rós í síma 869-5570 eða sendið henni tölvupóst í netfangið prolafsdottir@gmail.com
Helgi Hafsteinn gerir samning við Grindavík
Helgi Hafsteinn Jóhannsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út keppnistímabilið 2025. Helgi Hafsteinn er 15 ára gamall, fæddur árið 2008 og leikur stöðu miðjumanns. Helgi Hafsteinn er mjög efnilegur leikmaður og var fyrr í sumar á reynslu hjá danska félainu AaB í Álaborg. Hann kemur úr mjög sterkum 2008 árangri Grindavíkur sem varð Íslandsmeistari í 5. flokki A-liða sumarið …
Andri Karl gerir samning við Grindavík
Andri Karl Júlíusson Hammer hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur. Samningurinn gildir út tímabilið 2026. Andri Karl er fæddur árið 2008 og er á fimmtánda aldursári. Andri leikur stöðu framherja. Hann er kraftmikill og býr yfir mikilli tækni. „Það er mjög ánægjulegt að gera langtímasamning við Andra Karl. Hann kemur úr mjög sterkum 2008 árgangi hér í …
Ragnheiður Tinna skrifar undir sinn fyrsta samning
Ragnheiður Tinna Hjaltalín hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir sá samningur út tímabilið 2026. Ragnheiður Tinna er 15 ára gömul og fædd árið 2008. Hún leikur stöðu vængmanns eða framherja og býr yfir miklum hraða. Þrátt fyrir ungan aldur er Ragnheiður Tinna hluti af meistaraflokki Grindavíkur og hefur leikið 9 leiki í deild og bikar á …