Aðstöðumál í brennidepli á aðalfundi knattspyrnudeildar – Hagnaður á síðasta rekstrarári

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram fimmtudaginn 25. febrúar síðastliðinn í Gula húsinu við Austurveg. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá og sem fyrr var Bjarni Andrésson fundarstjóri. Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar, fór fyrir merkilegt knattspyrnuár sem einkenndist að miklu leyti af heimsfaraldri. Gunnar Már hvatti bæjaryfirvöld í ræðu sinni til að hlúa betur að aðstöðu knattspyrnudeildarinnar: „Við höfum verið að …

Kelly Lyn ver mark Grindavíkur í sumar

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Markvörðurinn Kelly Lyn O‘Brien hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. O‘Brien er 25 ára gömul og er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í sumar. O‘Brien lék í Meistaradeild Evrópu í haust með Vllaznia frá Albaníu en hefur einnig leikið í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum. Hún lék með Lafayette háskólanum …

Viktoría Ýr skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Viktoría Ýr Elmarsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með meistaraflokki kvenna næstu tvö keppnistímabil. Viktoría er 16 ára gömul og lék einn leik í fyrra fyrir Grindavík sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna. Viktoría er alin upp í Grindavík og hefur spilað upp alla yngri flokka með félaginu einnig hefur hún verið …

Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram fimmtudaginn 25. febrúar kl. 18:00 í Gula húsinu við Austurveg. Vegna 20 manna samkomutakmarkanna þarf að skrá sig til fundarins og er það gert í skráningarforminu hér að neðan eða með tölvupósti á umfg@centrum.is Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1) Fundarsetning 2) Kosinn fundarstjóri – Kosinn fundarritari 3) Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram. 4) Formaður félagsins …

Kanadískur framherji til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við kanadíska framherjann Christabel Oduro sem mun leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Christabel er 28 ára gömul og á að baki 5 landsleiki með Kanada. Christabel er væntanleg til Íslands á næstu vikum og verður vonandi góður liðsstyrkur fyrir ungt lið Grindavíkur sem vann sig upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili eftir að hafa …

Ólafur kemur á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Varnarmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur gengið til liðs við Grindavík og mun leika með félaginu í sumar í Lengjudeild karla í fótbolta. Ólafur er 19 ára gamall og kemur á láni út tímabilið frá uppeldisfélagi sínu Breiðablik. Ólafi er ætlað stórt hlutverk hjá Grindavík í sumar í stöðu vinstri bakvarðar hjá félaginu. Þessi ungi en stæðilegi varnarmaður á að baki 8 …

Þröstur Mikael til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Dalvíkingurinn Þröstur Mikael Jónasson mun leika með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar en hann hefur gert samning við félagið til út tímabilið 2022. Þröstur er miðju- og varnarmaður að upplagi og lék með Grindavík á miðjunni í sigurleik gegn Keflavík í fótbolta.net mótinu um síðustu helgi. „Við erum mjög ánægðir með að hafa samið við Þröst sem er kraftmikill og …

Alexander Veigar leggur skóna á hilluna

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Alexander Veigar Þórarinsson hefur ákveðið leggja skóna á hilluna og mun því ekki leika með Grindavík í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Alexander Veigar er 32 ára gamall og hefur alls leikið 241 leik í deild og bikar á ferlinum og skorað í þeim 47 mörk. Alexander er uppalinn hjá Grindavík en hefur einnig leikið með Fram, Reyni Sandgerði, BÍ/Bolungarvík og …

Unnur valin í U17 landslið Íslands

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmannahóp til æfinga 25.-27. janúar n.k. Unnur Stefánsdóttir, leikmaður Grindavíkur, hefur verið valin í hópinn. Virkilega vel gert hjá Unni sem var valin efnilegasti leikmaður ársins 2020 hjá meistaraflokki kvenna sem sigraði í 2. deild kvenna á síðustu leiktíð. Til hamingju Unnur!

Jón Ólafur nýr þjálfari meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Jón Ólafur Daníelsson hefur tekið við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Grindavík í knattspyrnu og mun stýra liðinu í Lengjudeildinni á næsta keppnistímabili. Jón Ólafur tekur við þjálfun liðsins af Ray Anthony Jónssyni sem lét af störfum sem þjálfari liðsins í vetur. Grindavík fangaði sigri í 2. deild kvenna í haust og leikur því í Lengjudeildinni á næstu leiktíð. Ekki þarf …