Zoran Vrkic í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið Króatann Zoran Vrkic og mun hann leika með Grindavík út leiktíðina í Subway-deild karla. Zoran hefur komið víða við á ferli sínum en hefur leikið með Tindastóli frá því á síðsta tímabili. Samstarfi hans við Tindastól lauk núna í vikunni og hefur Zoran nú samið við Grindavík út tímabilið. „Við höfum verið að skoða í kringum okkur …

Bláa Lónið styrkir barna- og unglingastarf UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti, UMFG

Þann 6. janúar veitti Bláa Lónið íþróttafélögum á Suðurnesjum styrki til eflingar á barna- og unglingastarfi félaganna. Alls nemur styrkupphæðin um 14 milljónum króna á samningstímabilinu sem telur 2 ár. Ungmennafélag Grindavíkur og Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hlutu styrki að þessu sinni fyrir árin 2022 og 2023 sem mun efla barna- og unglingastarf hjá félaginu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, segir að …

Nýir körfuboltabúningar frá Macron

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Á síðustu dögum hefur farið fram afhending á nýjum köfuboltabúningum frá Macron. Búningarnir eru sérhannaðir fyrir Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Egill Birgisson hannaði búninganna í samvinnu við Macron og er óhætt að segja að búningarnir komi afar vel út. Um 200 iðkendur í Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tóku þátt í hóppöntun í haust á búningnum og er búið að afhenda nær alla búninga til …

Damier Pitts semur við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við bandaríska leikstjórnendann Damier Pitts og mun hann leika með félaginu út leiktíðina í Subway deild karla. Pitts er 33 ára gamall og á að baki nokkuð farsælan atvinnumannaferil. Hann lék með KFÍ fyrir um áratug í íslensku úrvalsdeildinni og var þá með 33,5 stig að meðaltali í leik. Pitts lék í kjölfarið í nokkur ár víða …

Jón Axel snýr aftur í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subwaydeild karla út leiktíðina. Þetta eru risatíðindi fyrir körfuboltann í Grindavík en Jón Axel er einn besti körfuknattleiksmaður landsins og er lykilmaður í íslenska landsliðinu. Jón Axel er 25 ára gamall og hefur leikið í atvinnumennsku í Þýskalandi og Ítalíu undanfarin tvö ár. Árin þar …

Bus4U styður við körfuna hjá Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Bus4U hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára eða út tímabilið 2024/2025. Bus4U mun á samningstímanum sjá um að aka liðum Grindavíkur í körfubolta í útileiki. Bus4U hefur stutt við deildina með sambærilegum hætti undanfarin tímabil og eru það frábær tíðindi að þetta samstarf haldi áfram. „Bus4U hefur sýnt því mikinn áhuga á að styðja …

Einhamar Seafood verður aðalstyrktaraðili Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Einhamar Seafood hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Nýr samningur gerir það að verkum að Einhamar Seafood verður aðalstyrktaraðili deildarinnar og mun merki fyrirtækisins fara framan á alla keppnisbúninga félagsins í körfubolta til næstu ára. Einhamar Seafood hefur staðið afar vel á bakvið körfuboltann í Grindavík undanfarin ár og er það mikið ánægjuefni að fyrirtækið kjósi að bæta í …

Elma Dautovic semur við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið leikmanninn Elma Dautovic sem mun leika með félaginu í vetur í Subwaydeild kvenna. Elma er 21 árs gömul og kemur frá Slóveníu. Elma er 187 cm á hæð og leikur stöðu framherja. Hún kemur til liðs við Grindavík frá Sokol HK í Tékklandi þar sem hún lék á síðustu leiktíð. Hún hefur jafnframt leikið með yngri landsliðum …

David Azore til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við bandaríska leikmanninn David Azore um að leika með félaginu í Subwaydeild karla á komandi leiktíð. Azore er 23 ára gamall, fjölhæfur leikmaður sem leikur sem bakvörður en getur jafnframt leyst fleiri stöður á vellinum. Azore kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum en hann lék með  UT Arlington háskólanum við góðan orðstír. Hann var með 19,8 stig að …

Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir starf yfirþjálfara yngri flokka félagsins laust til umsóknar. Félagið leitar að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, …