Einhamar styrkir körfuknattleiksdeild Grindavíkur næstu árin

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og  Einhamar Seafood hafa endurnýjað styrktarsamning fyrirtækisins við körfuknattleiksdeildina. Nýr samningur gildir til næstu tveggja keppnistímabila. Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, og Helena Sandra Antonsdóttir, einn eigenda Einhamars, skrifuðu í gær undir nýjan samning. Einhamar hefur um árabil verið öflugur bakhjarl körfuboltans í Grindavík og það samstarf mun halda áfram næstu tvö árin. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma …

Dómaranámskeið KKÍ fer fram á laugardag

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleikssamband Íslands stendur fyrir dómaranámskeiði núna um helgina. Um er að ræða dagsnámskeið. Námskeiðið fer fram á netinu og fer fram laugardaginn 5. september og er áætlað að það standi yfir milli kl. 09:30 – 16:00. Þátttakendur taka þátt í fjarnámi á netinu og verður farið yfir kennsluefni leiðbeinanda og þátttakendur leysa verkefni saman í hóp. Mikilvægt er að þátttakendur hafi tölvu með …

Æfingar hefjast hjá körfuknattleiksdeild á mánudag – 31. ágúst

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur æfingar hjá yngri flokkum á mánudag eða 31. ágúst næstkomandi. Hvetjum við alla krakka til að mæta til æfingar, bæði þau sem hafa verið að æfa undanfarin ár og ekki síst þá krakka sem vilja prófa að æfa körfubolta. Búið að setja saman eftirfarandi æfingatöflu fyrir veturinn. Við vekjum athygli á því að taflan gæti breyst þegar …

Agnes Fjóla til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við Angesi Fjólu Georgsdóttur sem mun leika með liðinu í 1. deild kvenna í körfuknattleik í vetur. Agnes kemur frá Keflavík, er fædd 2005 og er því 15 ára gömul. Hún er hávaxin leikmaður sem getur leyst flestar stöður og er metnaðarfull. Hún passar vel inn í hópinn okkar og höfum fulla trú á því að við …

Hafliði og Magnús skrifa undir sínu fyrstu samninga

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hafliði Ottó Róbertsson og Magnús Engill Valgeirsson hafa gert sinn fyrsta samning sem leikmenn meistaraflokks við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Þessir ungu drengir er mjög efnilegir enda stefna þeir báðir hátt. Þeir eru uppaldir leikmenn hjá félaginu og eru góð viðbót við hópinn sem er á fullu í undirbúning fyrir komandi tímabil Körfuknattleiksdeild Grindavíkur lýsir yfir stolti og bindir vonir sínar við að þessir drengir …

Kristófer Breki framlengir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Kristófer Breki Gylfason hefur gert nýjan samning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Hann hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út næsta tímabil. Breki spilar stöðu bakvarðar og er afar spennandi og uppalinn leikmaður hjá félaginu. Hann steig sín fyrstu skref fyrir meistaraflokk fyrir nokkrum árum og er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í vetur. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju …

Guðmundur og Stefanía nýir yfirþjálfarar yngri flokka körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ráðið nýja yfirþjálfara fyrir næsta tímabil. Hjónin Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir munu sameiginlega taka að sér hlutverk yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni í vetur. Ekki þarf að kynna körfuboltaáhugafólk í Grindavík fyrir Guðmundi og Stefaníu sem hafa um árabil verið hluti af körfuboltafjölskyldunni í Grindavík, bæði sem leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk. Þau hafa gríðarlega þekkingu á …

Eistneskur miðherji til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við eistneska leikmanninn Joonas Jarvelainen fyrir komandi keppnistímabil í Domino‘s-deild karla. Joonas er 202 sentimetrar á hæð sem getur leyst stöðu miðherja og sem stór framherji. Joonas er þrítugur að aldri og á að baki nokkuð farsælan feril í heimalandi sínu en einnig leikið í Bretlandi. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, er ánægður með að hafa …

Stelpubúðir Helenu Sverris 24.-26. júlí næstkomandi

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Stelpubúðir Helenu Sverrisdóttur fara fram þann 24.-26. júlí næstkomandi í Origo Höllinni á Hlíðarenda. Líkt og nafnið gefur til kynna eru búðirnar aðeins fyrir stelpur. Skipt er í tvo flokka eftir aldri þar sem að leikmenn fæddir 2004-2008 eru eldri og leikmenn fæddir 2009-2012 eru í yngri hóp. Allar frekari upplýsingar eru hér fyrir neðan og á Facebook síðu búðanna. …

Grindavík semur við Brandon Conley

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við bandaríska framherjann Brandon Conley um að leika með liðinu í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð. Conley er hávaxinn framherji, u.þ.b. tveir metrar á hæð og mikill íþróttamaður. Conley lék með Oral Roberts University í háskólaboltanum og hefur spilað sem atvinnumaður í nokkur ár, meðal annars í efstu deild í Finnlandi og Slóvakíu. Á síðasta …