Klara endurkjörin formaður UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í gær í Gjánni. Dagskrá fundarins var hefðbundin en farið var yfir skýrslu stjórnar ásamt því að ársreikningur fyrir starfsárið 2021 var kynntur. Klara Bjarnadóttir var endurkjörin formaður Ungmennafélags Grindavíkur á fundinum. Fram kom í máli hennar að almennt hafi starfisemi félagsins gengið vel þó áhrifa af heimsfaraldri hafi sannarlega gætt. „Vinna við framtíðarsýn íþróttasvæðis …

Breytt tímasetning á aðalfundum

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalstjórn UMFG hefur ákveðið að fresta aðalfundi minni deilda og aðalstjórnar um eina viku. Fundurinn átti að fara fram í dag en verður þess í stað haldinn þriðjudaginn 17. maí í Gjánni. Aðalfundur Minni deilda hefst kl. 18:00 og aðalfundur UMFG hefst kl. 19:00. Við vonum að allir sjái sér fært að mæta en um leið biðjumst við velvirðingar á …

Aðalfundur minni deilda UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

UMFG auglýsir aðalfund minni deilda félagsins. Umræddar deildir eru: Fimleikar, Hjól, Píla, Sund og Taekwondo. Fundurinn verður haldinn kl 18:00 í Gjánni þann 17. maí 2022 Dagskrá fundarins er: 1.    Skýrsla stjórna og reikningar deilda 2.    Stjórnarkjör deildanna 3.    Önnur mál

Aðalfundur UMFG fer fram 17. maí

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2021 fer fram þriðjudaginn 17. maí  næstkomandi í Gjánni. Fundurinn hefst kl. 19:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum alla sem vilja taka þátt í starfinu til að mæta. Stjórn UMFG

Ungu íþróttafólki veitt hvatningarverðlaun

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Hvatningarverðlaun Grindavíkur voru afhent ungu íþróttafólki þann 29. desember, en viðurkenningarnar hafa verið veittar í tengslum við val á íþróttafólki Grindavíkur. Í ár fengu 10 ungmenni viðurkenningar frá sveitarfélaginu og má lesa um verðlaunahafana hér að neðan auk þess eru myndir af þeim sem höfðu tök á að koma og taka á móti verðlaununum. Nokkrir iðkendur innan UMFG fengu hvatningaverðlaun …

Hekla Eik og Matthías Örn íþróttafólk Grindavíkur 2021

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti, Píla, UMFG

Pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson og körfuknattleikskonan Hekla Eik Nökkvadóttir voru í dag útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur árið 2021. A lið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt lið Grindavíkur 2021 og körfuknattleiksþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfari Grindavíkur 2021. Ungmennafélag Grindavíkur óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn á árinu! Matthías Örn Friðriksson, íþróttakarl Grindavíkur 2021 Matthías Örn Friðriksson varð á árinu íslandsmeistari í …

Bláa Lónið styður við UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti, UMFG

Núna á aðventunni veitti Bláa Lónið íþróttafélögum á Suðurnesjunum styrki sem er ætlað að styðja við uppbyggingu barna- og unglingastarfs á svæðinu. Andvirði styrkjanna er rétt um sjö milljónir króna og eru þeir ellefu talsins. Ungmennafélag Grindavíkur og Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hljóta styrka að þessu sinni frá Bláa Lóninu. „Það er afar ánægjulegt fyrir Bláa Lónið að geta nú stutt aftur …

Skráning iðkenda í Sportabler

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

 Við viljum minna forráðamenn á að skrá börnin í íþróttagreinar hjá UMFG inni í Sportabler. Frá með mánudeginum 22. nóvember verða allir iðkendur, sem eru að æfa hjá félaginu en hafa ekki verið skráðir af forráðamönnum – handskráðir af félaginu og greiðsluseðlar sendir í heimabanka forráðamanna. Eftir 22. nóvember verður ekki hægt að skipta greiðslum á æfingagjöldum iðkenda sem eru …

Þorrablót Grindvíkinga fer fram 29. janúar

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Kæru Grindvíkingar! Það er komin dagsetning fyrir næsta alvöru þorrablót! Þorrablót Grindvíkinga verður haldið laugardaginn 29. janúar og verða skemmtikraftar kvöldsins ekki af verri endanum. Kvöldið verður stútfullt af skemmtun og mun Lalli töframaður veislustýra kvöldinu, Guðrún Árný flytur ljúfa tóna, Bogi og Hæi munu halda uppteknum hætti og stýra fjöldasöng og mun svo Stuðlabandið halda uppi stuðinu fram eftir …

Íþróttaskóli UMFG fer af stað á laugardaginn 9. október

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur stendur fyrir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 9. október. Íþróttaskólinn verður kl. 10:00 – 10:40 á laugardögum í vetur. Skráning í Sportabler. Umsjónarmenn verða Tracy Vita Horne og Viktoría Horne