Skráning iðkenda í Sportabler

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

 Við viljum minna forráðamenn á að skrá börnin í íþróttagreinar hjá UMFG inni í Sportabler. Frá með mánudeginum 22. nóvember verða allir iðkendur, sem eru að æfa hjá félaginu en hafa ekki verið skráðir af forráðamönnum – handskráðir af félaginu og greiðsluseðlar sendir í heimabanka forráðamanna. Eftir 22. nóvember verður ekki hægt að skipta greiðslum á æfingagjöldum iðkenda sem eru …

Þorrablót Grindvíkinga fer fram 29. janúar

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Kæru Grindvíkingar! Það er komin dagsetning fyrir næsta alvöru þorrablót! Þorrablót Grindvíkinga verður haldið laugardaginn 29. janúar og verða skemmtikraftar kvöldsins ekki af verri endanum. Kvöldið verður stútfullt af skemmtun og mun Lalli töframaður veislustýra kvöldinu, Guðrún Árný flytur ljúfa tóna, Bogi og Hæi munu halda uppteknum hætti og stýra fjöldasöng og mun svo Stuðlabandið halda uppi stuðinu fram eftir …

Íþróttaskóli UMFG fer af stað á laugardaginn 9. október

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur stendur fyrir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 9. október. Íþróttaskólinn verður kl. 10:00 – 10:40 á laugardögum í vetur. Skráning í Sportabler. Umsjónarmenn verða Tracy Vita Horne og Viktoría Horne

Pílufélag Grindavíkur gengur inn í UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Píla, UMFG

Á aðalfundi Ungmennafélags Grindavíkur þann 24. júní síðastliðinn var samþykkt að taka Pílufélag Grindavíkur inn sem aðila í Ungmennafélag Grindavíkur. Við þetta mun píla bætast við sem íþróttagrein innan UMFG og bætist þar með í flóru íþróttagreina sem hægt er að stundan innan UMFG. Á aðalfundinum var samþykkt að Pílufélag Grindavíkur gangi inn í UMFG á reynslu til eins árs. …

Tilkynning um óæskilega hegðun

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur leggur mikla áherslu á að allir iðkendur innan félagsins geti stundað íþróttina sína í öruggu umhverfi. Hér að neðan má finna upplýsingar um fræðslu og hvert er hægt að leita ef að grunur er um að öryggi iðkenda sé ógnað. Ef þú telur þig verða vitni af hegðun eða samskiptum sem þú telur ógna öryggi einstaklings innan félagsins …

Klara Bjarnadóttir nýr formaður UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í kvöld í Gjánni, félagsheimili UMFG. Kosin var ný stjórn til næsta starfsárs. Klara Bjarnadóttir var kjörin nýr formaður UMFG. Hún er fyrsta konan síðan árið 1978 til að gegna þessu embætti hjá UMFG. Er það mikið fagnaðarefni að fá jafn öfluga konu og Klöru í forystu hjá félaginu en hún hefur unnið frábært starf …

Aðalfundur UMFG fer fram 24. júní

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2020 fer fram fimmtudaginn 24. júní næstkomandi í Gjánni. Fundurinn hefst kl. 18:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum alla sem vilja taka þátt í starfinu til að mæta. Stjórn UMFG

Aðalfundir deilda UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Fimleikar, Judó, Sund, Taekwondo, UMFG

Aðalfundir minni deilda UMFG munu fara fram miðvikudaginn 23. júní næstkomandi í Gjánni, íþróttamiðstöðinni. Um er að ræða aðalfundi hjá eftirfarandi deildum: Fimleiknum, Júdó, Sundi og Taekwondo. Fundurinn hefst kl. 18:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í starfinu! Áfram Grindavík!

Jóhann vann Mývatnshringinn

Ungmennafélag Grindavíkur Hjól, Íþróttafréttir, UMFG

Jóhann Dagur Bjarnason sigraði mývatnshringinn sem haldinn var í tengslum við mývatnsmaraþon og var vegalengdin 42 km að þessu sinni. stutt keppni en á frekar háu tempói og kláraði hann hringinn á 1 klst og 7 mínútum eða á rúmlega 38 km/klst. keppnin byrjaði þannig að hraðinn var keyrður upp strax í upphafi til að reyna að slíta hópinn eins …

Leikjanámskeið UMFG 2021

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2012, 2013 og 2014 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …