Marinó Axel skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Marinó Axel Helgason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir út tímabilið 2024. Marinó er 25 ára gamall og er uppalinn leikmaður hjá Grindavík. Hann hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Marinó leikur stöðu hægri bakvarðar og á að baki 128 leiki með Grindavík í deildar- og bikarkeppni. Hann hefur skorað eitt mark fyrir Grindavík …

Kristófer Konráðsson gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Kristófer Konráðsson hefur samið við Grindavík og gerir hann tveggja ára samning við félagið eða út keppnistímabilið 2024. Kristófer er 24 ára gamall og gengur til liðs við Grindavík frá Stjörnunni þar sem hann er uppalinn Kristófer lék í sumar á láni hjá Leikni Reykjavík en alls hefur Kristófer leikið 63 leiki í deildar- og bikarkeppni og skorað í þeim …

Ása Björg framlengir við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ása Björg Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir út tímabilið 2024. Ása er 19 ára gömul og er uppalin hjá félaginu. Hún leikur stöðu hægri bakvarðar eða vængmanns og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 59 leiki í deild og bikar með Grindavík. „Ása Björg stóð sig afar vel á síðustu leiktíð og tók …

Símon Logi skrifar undir nýjan samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

 Símon Logi Thasaphong hefur gert nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir út keppnistímabilið 2024. Símon er 21 árs gamall og leikur stöðu sóknar- og vængmanns. Hann hefur leikið 54 leiki með Grindavík í deild og bikar og skorað í þeim 7 mörk. Símon Logi er uppalinn hjá félaginu en lék hjá GG á láni tímabilið 2018. Hann lenti …

Una Rós framlengir við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Una Rós Unnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Una Rós er 20 ára gömul og var fyrirliði Grindavíkur á síðustu leiktíð í Lengjudeild kvenna. Una Rós er uppalin hjá Grindavík og var öflug á miðjunni á síðasta tímabili. Hún hefur leikið 72 leiki með Grindavík í deild og bikar og skorað í …

Viktoría Sól skrifar undir nýjan samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

 Miðjumaðurinn Viktoría Sól Sævarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Viktoría hefur leikið með Grindavík sl. tvö tímabil og hefur verið með betri leikmönnum liðsins á þeim tíma. Viktoría Sól kemur úr Sandgerði og er 22 ára gömul. Hún hefur leikið 38 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 2 mörk. …

Tinna Hrönn endurnýjar samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Tinna Hrönn Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Þetta eru frábær tíðindi fyrir kvennalið Grindavíkur en Tinna er lykilleikmaður í liðinu og skoraði 7 mörk í Lengjudeild kvenna á síðasta tímabili. Tinna getur leyst margar stöður á vellinum en lék aðallega á vængnum hjá Grindavík sl. sumar. Hún er fædd árið 2004 en hefur …

Sigurjón endurnýjar samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sigurjón Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík til næstu tveggja ára eða út tímabilið 2024. Sigurjón er 22 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur undanfarin tímabil. Sigurjón er uppalinn hjá Grindavík og hefur leikið 94 leiki í deild og bikar með félaginu. Hann leikur stöðu miðvarðar og á einnig að baki tvo leik með U19 …

Jón Axel snýr aftur í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subwaydeild karla út leiktíðina. Þetta eru risatíðindi fyrir körfuboltann í Grindavík en Jón Axel er einn besti körfuknattleiksmaður landsins og er lykilmaður í íslenska landsliðinu. Jón Axel er 25 ára gamall og hefur leikið í atvinnumennsku í Þýskalandi og Ítalíu undanfarin tvö ár. Árin þar …

Bus4U styður við körfuna hjá Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Bus4U hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára eða út tímabilið 2024/2025. Bus4U mun á samningstímanum sjá um að aka liðum Grindavíkur í körfubolta í útileiki. Bus4U hefur stutt við deildina með sambærilegum hætti undanfarin tímabil og eru það frábær tíðindi að þetta samstarf haldi áfram. „Bus4U hefur sýnt því mikinn áhuga á að styðja …