Sunddeild óskar eftir sundþjálfara til starfa

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Sunddeild UMFG leitar að barngóðum einstaklingi til að sinna starfi þjálfara hjá deildinni. Gerum kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af sundkennslu. Einnig þarf viðkomandi að standast öryggispróf/sundpróf. Um hlutastarf er að ræða í samstarfi með öðrum þjálfara deildarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skal senda á umfgsunddeild@gmail.com

Æfingatafla sunddeildar 2023-2024

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Sunddeild UMFG hefur gefið út æfingatöflu fyrir starfsárið 2023-2024. Æfingar hefjast samkvæmt töflu mánudaginn 4. september 2023 1. bekkur (F. 2017) 15:40 – 16:20 mánudaga & miðvikudaga 2. bekkur (F. 2016) 16:20 – 17:00 mánudaga & miðvikudaga 3. bekkur (F. 2015) 17:00 – 17:40 Mánudaga & miðvikudaga 4. bekkur (F.2014) Mánudagur: 18:00 – 18:40 Þriðjudagur: 18:00 – 18:40 Miðvikudagur: 18:00 …

Ragnheiður Tinna skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ragnheiður Tinna Hjaltalín hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir sá samningur út tímabilið 2026. Ragnheiður Tinna er 15 ára gömul og fædd árið 2008. Hún leikur stöðu vængmanns eða framherja og býr yfir miklum hraða. Þrátt fyrir ungan aldur er Ragnheiður Tinna hluti af meistaraflokki Grindavíkur og hefur leikið 9 leiki í deild og bikar á …

Æfingatafla körfuknattleiksdeildar UMFG 2023-2024

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gefið út æfingatöflu fyrir yngri flokka fyrir æfingaveturinn 2023-2024. Æfingar hefjast formlega frá og með 30. ágúst skv. æfingatöflu með fyrirvara um breytingar sem geta orðið. Búið er að stofna æfingar inn í Sportabler þannig að núverandi iðkendur ættu að finna sínar æfingar og viðburði í körfunni þar. Nýir iðkendur eru boðnir sérstaklega velkomnir og eru hvattir …

Eysteinn skrifar undir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Eysteinn Rúnarsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir samningur út keppnistímabilið 2026. Eysteinn er mjög efnilegur leikmaður sem er fæddur árið 2008. Hann er fjölhæfur leikmaður og var hluti af Íslandsmeistaraliði Grindavíkur í 5. flokki A-liða árið 2020. Eysteinn kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu en báðir eldri bræður hans eru nátengdir fótboltanum hér í Grindavík. Elsti bróðurinn, …

Christian Bjarmi skrifar undir samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Christian Bjarmi Alexandersson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir samningur út keppnistímabilið 2026. Christian Bjarmi er mjög efnilegur leikmaður og hefur leikið með 2. og 3. flokki í ár. Hann er fæddur árið 2007 og er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem á bjarta framtíð fyrir höndum. „Christian Bjarmi er mjög efnilegur leikmaður sem er farinn á banka …

Elín Bjarnadóttir skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Elín Bjarnadóttir hefur skrifað tveggja ára samning við Grindavík. Elín gekk til liðs við Grindavík fyrir síðasta tímabil frá Njarðvík. Þarna er á ferðinni ung og efnilega körfuboltakona sem hefur nú þegar stigið sín fyrstu skref með Grindavík. Elín er fædd árið 2006 og leikur stöðu bakvaðar. Hún tók þátt í sex leikjum með Grindavík á síðustu leiktíð. „Ég er …

Sölvi Snær skrifar undir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sölvi Snær Ásgeirsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og gerir samning út tímabilið 2026. Sölvi Snær er fæddur árið 2008 og hefur verið valinn í U15 ára landslið Íslands. Hann hefur jafnframt æft og verið með leikmannahópi hjá meistaraflokki Grindavíkur í síðustu leikjum. Sölvi er varnarmaður að upplagi en getur einnig leikið sem djúpur miðjumaður. Hann …

Sundnámskeið fyrir leikskólabörn

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Sunddeild UMFG býður upp á sundnámskeið fyrir leikskólabörn fædd 2018 og 2019. Námskeiðið hefst þann 15. ágúst og stendur í fjórar vikur. Námskeiðið er gjaldfrjálst í boði sunddeildar. Námskeiðið fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30 – 17:00 og eru í 10 skipti. ATH að foreldrar barnanna verða að fara með börnunum í laugina. Skráning er hafin hér: https://www.sportabler.com/shop/umfg/sund …

Eve Braslis í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við framherjann Eve Braslis um að leika með félaginu í vetur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Eve er 23 ára gömul og kemur frá Ástralíu. Hún hefur leikið með Pepperdine og Utah Valley háskólunum í Bandaríkjunum og var á mála hjá ástralska félaginum Geelong LS þar sem hún skoraði að meðaltali 16 stig í leik. „Eve er …