Íþróttafólk Grindavíkur 2023

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, UMFG

Körfuknattleikskonan Hulda Björk Ólafsdóttir og pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson voru um helgina útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Grindavíkur 2023. Karlalið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt íþróttalið Grindavíkur 2023 og körfuknattleiksþjálfarinn Danielle Rodriguez þjálfari Grindavíkur 2023. Fleiri verðlaunaafhendingar voru afhentar og eru þær á heimasíðu Grindavíkurbæjar https://grindavik.is/v/27022 Við fengum góðfúslegt leyfi frá Steinunni Dagný Ingvarsdóttur móður Alexanders til að setja myndina af honum hér …

íþróttafólk Grindavíkur 2023

Ungmennafélag Grindavíkur Forvarnarnefnd, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Píla, Sund, UMFG

Sunnudaginn 11. febrúar kl. 11:00 verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks úr Grindavík sem skaraði fram úr á árinu 2023 á Hilton Reykjavík Nordica. Eftirfarandi eru tilnefnd sem íþróttafólk Grindavíkur 2023. Íþróttakona Grindavíkur Árdís Guðjónsdóttir, pílukast Ása Björg Einarsdóttir, knattspyrna Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur Patricia Ladina Hobi, hestaíþróttir Þuríður Halldórsdóttir, golf Íþróttakarl Grindavíkur Alexander Veigar Þorvaldsson, pílukast Helgi Dan Steinsson, golf …

Nýr framkvæmdastjóri UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Fimleikar, Forvarnarnefnd, Hjól, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Píla, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Þorleifur Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur og var hann valinn úr hópi umsækjenda. Þorleifur eða Lalli eins og við köllum hann hjá UMFG er á fertugsaldri og er fæddur og uppalinn í Grindavík. Hann hefur þjálfað flesta flokka innan körfuknattleiksdeildar ásamt því að vera sjálfur leikmaður allra flokka þar frá unga aldri. Lalli er nú þegar farin að …

Gunnari Jóhannessyni afhent gullverðlaun JSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Judó, UMFG

þann 17.desember 2023 var haldin Uppskeruhátíð JSÍ 2023 hjá Judosambandi Íslands. Okkur er mikil ánægja að segja frá því að formaður Judo deildar UMFG var tilnefndur sem dómari ársins af JSÍ og segir í ummælum að Gunnar hefur verið mjög virkur á árinu og sýnt prýðisgóða frammistöðu í dómgæslu á NM sem haldið var í Drammen í Noregi. Stjórn JSÍ …

Grindavíkur baðhandklæði

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu eru að selja Grindavíkur baðhandklæði til styrktar fjáröflun flokksins má bjóða ykkur eintak ? endilega hafið samband við Petru Rós í síma 869-5570 eða sendið henni tölvupóst í netfangið prolafsdottir@gmail.com

Einar Karl gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson er genginn til liðs við Grindavík og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Einar Karl, sem er 29 ára gamall, hefur undanfarin tímabil leikið með Stjörnunni en hann á að baki mjög farsælan feril með liðum líkt og FH, Breiðabliki, Val og Fjölni. Einar Karl þekkir ágætlega til hjá Grindavík en hann lék með …

Jóhann vann Mývatnshringinn

Ungmennafélag Grindavíkur Hjól, Íþróttafréttir, UMFG

Jóhann Dagur Bjarnason sigraði mývatnshringinn sem haldinn var í tengslum við mývatnsmaraþon og var vegalengdin 42 km að þessu sinni. stutt keppni en á frekar háu tempói og kláraði hann hringinn á 1 klst og 7 mínútum eða á rúmlega 38 km/klst. keppnin byrjaði þannig að hraðinn var keyrður upp strax í upphafi til að reyna að slíta hópinn eins …