Sala á árskortum er hafin

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Það styttist í tímabilið í Subway-deildum karla og kvenna hefjist. Það er því ekki seinna vænna að kynna árskortin sem verða til sölu í vetur og er hægt að kaupa þau í miðasöluappinu Stubbi eða í vefverslun UMFG.

Í vetur verður Körfuknattleiksdeild Grindavíkur með fjögur árskort í boði og eru þau eftirfarandi:

Almennt Árskort:
30.000 kr.- Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna fyrir einn í Subway-deild karla og kvenna. Gildir ekki á bikarleiki eða úrslitakeppni.

Parakort
50.000 kr.- Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna fyrir par eða hjón í Subway-deild karla og kvenna. Gildir ekki á bikarleiki eða úrslitakeppni.

Stuðningsmaðurinn
60.000 kr. – Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna fyrir einn í Subway-deild karla og kvenna + heimaleiki í bikar og úrslitakeppni. Stuðningsmannabolur úr netverslun fylgir einnig.

Bakhjarlinn
100.000 kr.- Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna fyrir einn í Subway-deild karla og kvenna + heimaleiki í bikar og úrslitakeppni. Merkt sæti í stúku + Börger og bjór fyrir leiki + miði á lokahófið.

www.stubbur.app

Leikir Grindavíkur fyrir áramót  – Karlar:
5. október kl. 19:15 | Grindavík – Höttur
12. október kl. 19:15 | Álftanes – Grindavík
20. október kl. 19:15 | Grindavík – Tindastóll
26. október kl. 19:15 | Grindavík – Breiðablik
2. nóvember kl. 19:15 | Njarðvík – Grindavík
10. nóvember kl. 19:15 | Grindavík – Þór Þorlákshöfn
17. nóvember kl. 19:15 | Hamar – Grindavík
24. nóvember kl. 19:15 | Grindavík – Keflavík
30. nóvember kl. 19:15 | Valur – Grindavík
7. desember kl. 19:15 | Grindavík – Stjarnan
14. desember kl. 19:15 | Haukar – Grindavík

Leikir Grindavíkur fyrir áramót  – Konur:
26. september kl. 19:15 | Grindavík – Fjölnir
3. október kl. 19:15 | Snæfell – Grindavík
8. október kl. 19:15 | Grindavík – Valur
10. október kl. 19:15 | Njarðvík – Grindavík
17. október kl. 19:15 | Grindavík – Breiðablik
24. október kl. 19:15 | Haukar – Grindavík
31. október kl. 19:15 | Grindavík – Keflavík
19. nóvember kl. 19:15 | Grindavík – Þór Ak.
21. nóvember kl. 18:15 | Stjarnan – Grindavík
28. nóvember kl. 19:15 | Fjölnir – Grindavík
3. desember kl. 19:15 | Grindavík – Snæfell
5. desember kl. 19:15 | Valur – Grindavík
12. desember kl. 19:15 | Grindavík – Njarðvík