Helgi Sigurðssson lætur af störfum

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Helgi Sigurðsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Helga fyrir hans framlag og starf hjá félaginu. Óskum við Helga góðs gengis í framtíðinni. Í kjölfar brotthvarfs Helga Sigurðssonar sem þjálfara Grindavíkur hafa þeir Milan Stefán Jankovic og Benóný Þórhallsson stígið til hliðar sem aðstoðarþjálfarar úr þjálfarateymi Grindavíkur. …

Sigurjón í 100 leiki fyrir Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sigurjón Rúnarsson náði þeim áfanga fyrr í sumar að leika sinn 100. leik fyrir Grindavík í meistaraflokki í deild- og bikarkeppni. Sigurjón verður 23 ára gamall síðar í ár og er hann yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná þessum áfanga hjá karlaliði Grindavíkur. Sigurjón lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í meistaraflokki haustið 2017 þegar hann lék gegn …

Sandra Sigurðardóttir á neyðarláni til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur fengið Söndru Sigurðardóttur á láni frá Val og mun hún leika með félaginu gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna á morgun. Báðir markverðir Grindavíkur eru frá vegna meiðsla og nýtti Grindavík sér heimild í reglugerð hjá KSÍ á að fá markvörð á neyðarláni af þeim sökum. Sandra ætlar tímabundið að taka hanskanna af hillunni til að aðstoða Grindavík. Heiðdís …

Sumaræfingar hjá Körfuknattleiksdeild

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Barna og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur býður í fyrsta skipti upp á sumaræfingar í sumar fyrir alla árganga. Æfingar hefjast frá og með 12. júní. Körfuboltinn er orðin heilsársíþrótt og er sumarið tíminn til að bæta og þróa sig til að ná meiri tækni. Mikilvægi styrktarþjálfunar hefur aukist gríðarlega bæði til styrkingar og einnig til að minnka hættu á meiðslum. Við …

Grindavík á þrjá leikmenn í yngri landsliðum Íslands

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Nú hafa þjálfarar yngri landsliða Íslands valið sína endanlega liðsskipan en það eru 12 leikmenn í U16, U18 og U20 landsliðunum sem leika á NM og EM í sumar. Grindavík á þrjá leikmenn í þessum hópum og eru þau eftirfarandi: Ólöf María Bergvinsdóttir – U16 Arnór Tristan Helgason – U18 Hekla Eik Nökkvadóttir – U20 Þjálfarar frá Grindavík eru: Danielle …

Chris Caird í þjálfarateymi Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hinn enskættaði þjálfari Chris Caird hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Chris mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla sem aðstoðarþjálfari og mun einnig sjá um styrktarþjálfun liðsins. Þá mun Chris einnig sjá um styrktarþjálfun hjá yngri flokkum deildarinnar ásamt því að þjálfa tvo flokka og koma að yngri flokka starfinu á ýmsan hátt, en það er …

Pure Sweat búðirnar aftur í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Pure Sweat körfuboltabúðirnar munu fara fram á nýjan leik í HS Orku Höllinni í ágúst næstkomandi. Körfuboltaþjálfarinn James Purchin mun sjá um búðirnar sem vöktu mikla athygli og ánægju þátttakenda á síðasta ári. Danielle Rodriguez er einnig þjálfari í búðunum. Tvö námskeið verða í boði í sumar sem fara fram 8. – 11. ágúst annars vegar og 14. – 17. …

Nettó áfram öflugur styrktaraðili Knattspyrnudeildar UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Nýverið var samstarfssamningur milli Knattspyrnudeildar Grindavíkur og Nettó endurnýjaður. Merki Nettó verður á nýjum búningum yngri flokka og meistaraflokka félagsins ásamt því að merki Nettó verður sýnilegt á heimavelli Grindavíkur. „Það er virkilega ánægjulegt að finna fyrir þessum öfluga stuðningi sem við njótum frá Nettó. Þetta er öflugt fyrirtæki sem er umhugað um að styrkja íþróttastarfsemi á sínu nærsvæði. Samstarfið …

Hekla Eik í U20 landsliði Íslands

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

U20 leikmannahópurinn fyrir sumarið 2023 er klár en 17 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins síðar í mánuðinum. Grindavík á fulltrúa í hópnum því Hekla Eik Nökkvadóttir var valinn í hópinn að þessu sinni. Einnig er Elísabeth Ýr Ægisdóttir, leikmaður Hauka, í hópnum en hún er uppalin hjá Grindavík. Bryndís Gunnlaugsdóttir er aðstoðarþjálfari í verkefninu. …

Skráning hafin í Leikjanámskeið UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2014, 2015 og 2016 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …