Öll með! – Jafnrétti í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Þriðjudaginn 26. september kl. 17:00 fer fram jafnréttisþing í Gjánni þar sem kafað verður ofan í jafnréttismál í íþrótta- og æskulýðsstarfi í Grindavík út frá víðu sjónarhorni. Til þings er boðið öllum þeim sem áhuga hafa á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Grindavík, hvort heldur sem um sé að ræða iðkendur, þjálfara, leiðbeinendur, stjórnarfólk, foreldra eða stuðningsfólk.

Á fundinum munu eftirfarandi flytja erindi:

Anna Soffía Víkingsdóttir, félagsfræðingur
Sveinn Sampsted, íþróttafræðingur og fræðari hjá Samtökunum ´78
Þorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur
Chanel Björk Sturludóttir, sérfræðingur í fjölmenningarmálum

Að loknum erindum fer fram vinnustofa þar sem unnið verður að aðgerðaáætlun í jafnréttismálum í íþrótta- og æskulýðsstarfi í Grindavík.