Einar Snær skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Einar Snær Björnsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2024/2025. Þetta er fyrsti samningurinn sem Einar Snær gerir við félagið en hann er fæddur árið 2006 og hefur leikið upp alla yngri flokka með Grindavík.

Einar Snær leikur stöðu bakvarðar og er 185 cm á hæð. Hann hefur nú þegar tekið þátt í tveimur með Grindavík og náði þeim árangri á síðasta tímabili. Einar Snær er sonur Björns Steinars Brynjólfssonar sem átti farsælan feril með Grindavík og varð Íslandsmeistari með félaginu 2012 og 2013.

„Einar Snær er einn af ungum og efnilegum leikmönnum sem hafa verið að koma upp úr yngri flokka starfi félagsins. Ég hlakka til að halda áfram að vinna með Einari og vonandi nær hann að taka næsta skref á sínum ferli með Grindavík á næstu árum,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur fagnar því að gera samning við ungan og efnilegan leikmann úr yngri flokka starfi félagsins.

Áfram Grindavík!