Jón Eyjólfur skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Jón Eyjólfur Stefánsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2024/2025. Þetta er fyrsti samningurinn sem Jón Eyjólfur gerir en hann er fæddur árið 2006 og hefur leikið upp alla yngri flokka með Grindavík.

Jón Eyjólfur leikur stöðu bakvarðar og er 187 cm á hæð. Hann hefur verið í æfingahópi Grindavíkur á síðastliðnu tímabili og hefur fengið að spreyta sig í nokkrum leikjum með félaginu í meistaraflokki.

„Jón Eyjólfur er efnilegur leikmaður sem hefur tekið skref upp í meistaraflokk. Hann hefur alla burði til að stimpla sig inn í leikmannahóp Grindavíkur á næstu tímabilum,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur fagnar því að gera samning við ungan og efnilegan leikmann úr yngri flokka starfi félagsins.

Áfram Grindavík!
💛💙