Hjörtfríður Óðinsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning fyrir Grindavík. Hún gerir samning við Grindavík til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2024-2025.
Hjörtfríður er bakvörður og er fædd árið 2007. Þrátt fyrir ungan aldur tók hún þátt í 4 leikjum með Grindavík á síðustu leiktíð.
„Hjörtfríður er framtíðar leikmaður hjá Grindavík og það er mjög jákvætt að hún sé búinn að skrifa undir samning við félagið til næstu ára,“ segir Þorleifur Ólafsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.
Hjörtfríður á ekki langt að sækja hæfileika sína í íþróttum. Foreldrar hennar eru Erna Rún Magnúsdóttir og Óðinn Árnason sem áttu farsælan feril í í körfubolta og fótbolta. Þau léku meðal annars bæði lengi með Grindavík.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur fagnar því að Hjörfríður hafi gert sinn fyrsta samning við félagið og verður mjög spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.