Breyting á æfingagjöldum – Skráning hafin

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur hefur ákveðið að hækka æfingagjöld barna og unglinga innan félagsins til þess að koma á móts við hækkandi launakostnað deilda síðastliðin ár.

Munu æfingagjöld fyrir tímabilið árið 2023-2024 því verða 57.000.- kr. Sama fyrirkomulag verður á skráningum, 1 gjald fyrir allar deildir sem iðkandi er skráður í og munu foreldrar/forráðamenn geta skipt greiðslum í allt að 5 mánuði og eru skráningar og greiðslur hjá  https://www.sportabler.com/shop/UMFG/

Allir æfingatímar eru komnir inn í sportabler og skráningar hefjast 06.10.2023 í allar deildir fyrir börn og ungmenni frá 6-16 ára.

Við vekjum athygli á því að foreldrar/forráðamenn hafa þar til 30. október til að skrá iðkendur með þeim möguleika að skipta greiðslum í 2-5 jafnar greiðslur á greiðslukort. Eftir þann tíma verður sendur út greiðsluseðill í netbanka hjá þeim sem hafa ekki gengið frá skráningu. Hvetjum við því foreldra/forráðamenn til að skrá iðkendur sem fyrst og sérstaklega þeir sem ætla að dreifa greiðslum.

Skráningar í íþróttaskóla og leikskólahópa í knattspyrnu eru einnig byrjaðar.

Æfingagjöld hjá UMFG voru síðust hækkuð haustið 2021 úr 40.000 kr.- í 45.000.

Skráning í barna-og unglingastarf UMFG er hafin hér: https://www.sportabler.com/shop/UMFG/