Sigurður Bergvin gerir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Sigurður Bergvin Ingibergsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2024/2025. Þetta er fyrsti samningurinn sem Sigurður Bergvin gerir við félagið en hann er fæddur árið 2006. Sigurður Bergvin er uppalinn hjá Grindavík og hefur leikið með yngri flokkum félagsins.

Sigurður Bergvin er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði leikið stöðu framherja og einnig bakvarðar. Hann er 191 cm á hæð. Sigurður hefur verið í kringum leikmannahópinn hjá meistaraflokki síðustu mánuði en var óheppinn með meiðsli á síðustu leiktíð en er að komast á fullt skrið. Sigurður hefur jafnframt verið valinn í æfingahópa hjá yngri landsliðum Íslands.

„Sigurður Bergvin er ungur og spennandi leikmaður. Hann hefur fulla burði til að stimpla sig inn í leikmannahóp hjá meistaraflokki á næstu árum. Ég hlakka til að vinna áfram með Sigurði og sjá hann vaxa úr grasi sem leikmaður Grindavíkur,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur fagnar því að gera samning við ungan og efnilegan leikmann úr yngri flokka starfi félagsins.

Áfram Grindavík!