Pílufélag Grindavíkur gengur inn í UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurPíla, UMFG

Á aðalfundi Ungmennafélags Grindavíkur þann 24. júní síðastliðinn var samþykkt að taka Pílufélag Grindavíkur inn sem aðila í Ungmennafélag Grindavíkur. Við þetta mun píla bætast við sem íþróttagrein innan UMFG og bætist þar með í flóru íþróttagreina sem hægt er að stundan innan UMFG. Á aðalfundinum var samþykkt að Pílufélag Grindavíkur gangi inn í UMFG á reynslu til eins árs. …

Tilkynning um óæskilega hegðun

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavíkur leggur mikla áherslu á að allir iðkendur innan félagsins geti stundað íþróttina sína í öruggu umhverfi. Hér að neðan má finna upplýsingar um fræðslu og hvert er hægt að leita ef að grunur er um að öryggi iðkenda sé ógnað. Ef þú telur þig verða vitni af hegðun eða samskiptum sem þú telur ógna öryggi einstaklings innan félagsins …

Klara Bjarnadóttir nýr formaður UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í kvöld í Gjánni, félagsheimili UMFG. Kosin var ný stjórn til næsta starfsárs. Klara Bjarnadóttir var kjörin nýr formaður UMFG. Hún er fyrsta konan síðan árið 1978 til að gegna þessu embætti hjá UMFG. Er það mikið fagnaðarefni að fá jafn öfluga konu og Klöru í forystu hjá félaginu en hún hefur unnið frábært starf …

Aðalfundur UMFG fer fram 24. júní

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2020 fer fram fimmtudaginn 24. júní næstkomandi í Gjánni. Fundurinn hefst kl. 18:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum alla sem vilja taka þátt í starfinu til að mæta. Stjórn UMFG

Aðalfundir deilda UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Sund, Taekwondo, UMFG

Aðalfundir minni deilda UMFG munu fara fram miðvikudaginn 23. júní næstkomandi í Gjánni, íþróttamiðstöðinni. Um er að ræða aðalfundi hjá eftirfarandi deildum: Fimleiknum, Júdó, Sundi og Taekwondo. Fundurinn hefst kl. 18:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í starfinu! Áfram Grindavík!

Jóhann vann Mývatnshringinn

Ungmennafélag GrindavíkurHjól, Íþróttafréttir, UMFG

Jóhann Dagur Bjarnason sigraði mývatnshringinn sem haldinn var í tengslum við mývatnsmaraþon og var vegalengdin 42 km að þessu sinni. stutt keppni en á frekar háu tempói og kláraði hann hringinn á 1 klst og 7 mínútum eða á rúmlega 38 km/klst. keppnin byrjaði þannig að hraðinn var keyrður upp strax í upphafi til að reyna að slíta hópinn eins …

Leikjanámskeið UMFG 2021

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2012, 2013 og 2014 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …

Forathugun hafin að gervigrasi á Grindavíkurvöll

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna, UMFG

Á dögum var samþykkt í bæjarráði að hefja forathugun á því hvort breyta eigi aðaknattspyrnuvelli Grindavíkur frá náttúrulegu grasi yfir í gervigras. Búið er að stofna starfhóp sem mun vinna forathugun og er stefnt að því að skila skýrslu þess efnis til bæjarráðs Grindavíkur í haust. Fulltrúar knattspyrnudeildar í þessum vinnuhópi verða; Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG, Helgi Bogason, varaformaður …

Íþróttastarf hefst á ný á fimmtudag

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Íþróttastarf hjá deildum Ungmennafélags Grindavíkur hefst á ný á fimmtudag eftir nokkura vikna hlé. Íþróttaæfingar barna- og fullorðinna með eða án snertingar verða heimilar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur iðkendur og munu allar deildir hefja starf sitt skv. stundaskrá. Allar æfingar verða skráðar inn í Sportabler. Fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi …