Jóhann Dagur Bjarnason sigraði mývatnshringinn sem haldinn var í tengslum við mývatnsmaraþon og var vegalengdin 42 km að þessu sinni.
stutt keppni en á frekar háu tempói og kláraði hann hringinn á 1 klst og 7 mínútum eða á rúmlega 38 km/klst.
keppnin byrjaði þannig að hraðinn var keyrður upp strax í upphafi til að reyna að slíta hópinn eins mikið í sundur og hægt var, og náðu strax 7 manns að slíta sig frá í alls 105 manna hóp. eftir smá hasar í byrjun þá róaðist tmpóið aðeins þangað til á c.a. 10 km þá ákvað Jóhann að gera árás á hópinn og náði að slíta sig lausann og í leiðinni minnkaði hann hópinn niður í 5 manns sem gerðu allt sem þeir gátu til að ná honum en bilið jókst jafnt og þétt og var þetta orðið spurning hvort hann héldi einn út á móti 5, en þegar 15 km voru búnir þá náði einn að slíta sig úr hópnum og náði til Jóhanns og hópurinn minnkaði niður í 3 og bilið jókst enn meir og fljótlega voru þeir komnir með 1 mínútu forystu og nokkuð öruggt að þeir 2 myndu sigla þessu heim og ólíklegt að annar þeirra gæti slitið sig frá í mótvindinum og kannski skynsamlegast að biða eftir endaspretti sem þeir báðir gerðu og hafði Jóhann betur í æsilegum endaspretti.