Vinningsnúmer í Happadrætti Þorrablóts UMFG 2021

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Dregið var úr seldum miðum í Happadrætti UMFG í gærkvöldi. Fulltrúi sýslumanns var viðstaddur til að tryggja að allt færi löglega fram. Nýtt met var sett í ár en alls seldust yfir 2500 miðar og þökkum við Grindvíkingum og öðrum velunnurum kærlega fyrir stuðninginn! Vinningsnúmer í Happadrætti UMFG 2021 1. Þyrluferð fyrir tvo með Reykjavík helicopters – Geothermal Adventure 6733 …

Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga hefst kl. 20:00

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga verður haldið á morgun, laugardagskvöldið 20. febrúar. Kvöldið verður stútfullt af skemmtun og hafa Grindvíkingar verið hvattir til að taka kvöldið frá og hóa saman fólki í sinni þorrakúlu og hafa gaman saman. Ekki verður tekin greiðsla fyrir aðgang að streymi viðburðarins en þar sem að þorrablótið hefur verið ein af stærstu fjáröflunum boltadeilda UMFG síðustu ára vill …

Happadrætti Þorrablóts UMFG 2021

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Í tilefni af Þorrablóti UMFG sem fram fer þann 20. febrúar 2021 munu körfuknattleiks- og knattspyrnudeild Grindavíkur standa fyrir Happadrætti til stuðnings íþróttastarfinu hjá félaginu. Margir glæsilegir vinningar eru í boði og heildarverðmæti þeirra vel á aðra milljón króna. Miðaverð á happadrættismiðum UMFG er eftirfarandi: 1 stk – 1.500 kr.- 5 stk – 6.000 kr.- 10 stk – 10.000 kr.- …

Cober og Anton Ingi þjálfarar Grindavíkur 2020 og mfl. kvenna í knattspyrnu lið Grindavíkur 2020

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Knattspyrnuþjálfararnir Nihad Cober og Anton Ingi Rúnarsson voru í dag útnefndir þjálfarar Grindavíkur árið 2020. Þá var lið meistaraflokks kvenna í knattspyrnu valið lið Grindavíkur árið 2020. Bæði verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í ár. Þeir Cober og Anton Ingi þjálfuðu lið UMFG í 5. flokki karla síðasta tímabil með undraverðum árangri. Liðið var Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki …

Opnað fyrir styrki til fjölskyldna fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum. „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur nú opnað fyrir …

Æfingar hjá UMFG hjá börnum og ungmennum hefjast á ný 18. nóvember

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Íþróttastarf barna og ungmenna verður heimilað á ný, með og án snertingar, frá 18. nóvember næstkomandi skv. minnisblaði sóttvarnarlæknis. Þetta þýðir að æfingar hjá UMFG hefjast á ný næstkomandi miðvikudag. Æfingar fullorðinna munu áfram liggja niðri til 2. desember. Ungmennafélag Grindavíkur fagnar því að geta tekið á móti okkar iðkendum aftur. Dagskrá æfinga er skv. æfingatöflu sem er einnig í …

UMFG og CF Grindavík koma Grindvíkingum í samkomuform!

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavík og Crossfit Grindavík hafa sameinað krafta sína í að halda Grindvíkingum, ungum sem öldnum, á hreyfingu í kórónuveiru faraldrinum – að koma öllum í sannkallað Samkomuform. Í ljósi hertra sóttvarnarlaga þá liggur allt íþróttastarf hjá UMFG niðri til 17. nóvember og því þarf að fara aðrar leiðir til að stunda íþróttir og almenna hreyfingu. Næstu vikurnar munu þjáfarar …

Íþróttastarf fellur niður og sundlaugar loka til 17. nóvember

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Allt íþróttastarf Ungmennafélags Grindavíkur mun leggjast af næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu. Ríkisstjórnin gerði grein fyrir hertum sóttvarnareglum í dag sem byggja að stórum hluta …

Leikskólahópar fara af stað á ný

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Leikskólahópar hjá deildum UMFG munu fara af stað á nýjan leik í þessari viku. Tímar hjá þessum hópum hafa legið niðri vegna Covid19 að undanförnu en æfingar hefjast að nýju í vikunni. Forsendan fyrir því að þessar æfingar geti farið fram er sú að foreldrar taki ekki þátt í æfingum barna. Einnig verður grímuskylda hjá foreldrum sem koma með börn …

Hlé gert á æfingum barna á leiksskólaaldri

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu hefur UMFG ákveðið að gera hlé á æfingum hjá leikskólahópum í öllum íþróttagreinum hjá félaginu næstu tvær vikurnar. Foreldrar taka oft á tíðum virkan þátt í æfingum hjá iðkendum á leikskólaaldri og teljum við skynsamlegt á þessum tímapuntki að gera hlé á æfingum leikskólabarna í tvær vikur. Einnig verður gert hlé á íþróttaskóla UMFG …