Þorrablót Grindvíkinga fer fram 29. janúar

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Kæru Grindvíkingar!

Það er komin dagsetning fyrir næsta alvöru þorrablót! Þorrablót Grindvíkinga verður haldið laugardaginn 29. janúar og verða skemmtikraftar kvöldsins ekki af verri endanum. Kvöldið verður stútfullt af skemmtun og mun Lalli töframaður veislustýra kvöldinu, Guðrún Árný flytur ljúfa tóna, Bogi og Hæi munu halda uppteknum hætti og stýra fjöldasöng og mun svo Stuðlabandið halda uppi stuðinu fram eftir öllu eins og þeim einum er lagið!

Við hvetjum alla til að taka daginn frá ekki seinna en í gær og kíkja til okkar í forsöluna á Papas þann 3. desember kl. 20 til að tryggja sér miða. Fyrstur kemur fyrstur fær!

Hlökkum til að skemmta okkur með ykkur!

Partýkveðjur,
Þorrablótsnefndin