Matthías og Svanhvít sigruðu í Meistaramóti Uppkast

Ungmennafélag Grindavíkur Píla

Meistaramót Uppkast í samvinnu við Íslenska pílukastsambandið var haldið laugardaginn 26. febrúar og sýnt í streymi á uppkast.is. Mótið var útsláttarmót karla og kvenna þar sem fremstu pílukastarar landsins kepptu. 8 keppendur voru í karlaflokki og 4 í kvennaflokki. Í karlaflokki kepptu þeir Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson, Hörður Þór Guðjónsson, Matthías Örn Friðriksson, Pétur Rúðrik Guðmundsson, Sigurður Tómasson, Vitor …

Pétur endurkjörinn formaður Pílufélags Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Píla

Aðalfundur Pílufélag Grindavíkur, sem hefur aðild að Ungmennafélagi Grindavíkur, fór fram þann 20. desember síðastliðinn. Á fundinum var verið að gera upp árið 2020 en ekki hafði gefist færi á að halda aðalfund fyrir árið sökum heimsfaraldurs. Pétur Rúðrik Guðmundsson, formaður Pílufélag Grindavíkur, fór yfir starfsemi félagsins á árinu 2020 sem gekk vel hjá félaginu. Liðamót karla og kvenna var …

Hekla Eik og Matthías Örn íþróttafólk Grindavíkur 2021

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti, Píla, UMFG

Pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson og körfuknattleikskonan Hekla Eik Nökkvadóttir voru í dag útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur árið 2021. A lið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt lið Grindavíkur 2021 og körfuknattleiksþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfari Grindavíkur 2021. Ungmennafélag Grindavíkur óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn á árinu! Matthías Örn Friðriksson, íþróttakarl Grindavíkur 2021 Matthías Örn Friðriksson varð á árinu íslandsmeistari í …

Pílufélag Grindavíkur Íslandsmeistari félagsliða

Ungmennafélag Grindavíkur Píla

Pílufélag Grindavíkur, PG, varð í gærkvöld fyrst félaga til að tryggja sér Íslandsmeistatitil félagsliða í pílukasti er liðið lagði Pílukastfélag Reykjavíkur, PFR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keppt var í bæði tvímenningi og einmenningi. Sigra þarf tvo af þrem leggjum í tvímenningi til að tryggja liðinu eitt stig og svo þurfti að sigra níu af 17 leggjum í …

Pílufélag Grindavíkur gengur inn í UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Píla, UMFG

Á aðalfundi Ungmennafélags Grindavíkur þann 24. júní síðastliðinn var samþykkt að taka Pílufélag Grindavíkur inn sem aðila í Ungmennafélag Grindavíkur. Við þetta mun píla bætast við sem íþróttagrein innan UMFG og bætist þar með í flóru íþróttagreina sem hægt er að stundan innan UMFG. Á aðalfundinum var samþykkt að Pílufélag Grindavíkur gangi inn í UMFG á reynslu til eins árs. …

Matthías Örn Íslandsmeistari í pílukasti

Píla Píla

Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur varð á laugardaginn Íslandsmeistari í pílukasti en um helgina fór fram Íslandsmótið í 501 sem er algengasti leikur pílukastsins.  Matthías Örn átti frábæran dag og var úrslitaviðureign hans við sitjandi Íslandsmeistara, Vitor Charrua. Úrslitaviðureignin var æsispennandi en svo fór að Matthías vann 7-6. Matthías Örn var tilnefndur í kjöri á Íþróttamanni Grindavíkur fyrir árið 2019. …