Fyrsta bikarmótið í götuhjólreiðum fór fram í blíðskaparveðri á Reykjanesinu í dag, hjólað var frá sandgerði í Bláa lónið og til baka.
í A-flokki voru 25 keppendur skráðir til leiks og var Jóhann Dagur Bjarnason meðal keppenda í þeim flokki. Þetta er fyrsta árið hanns í keppni fullorðinna.
Keppnin fór gríðarlega hratt af stað og var meðalhraðinn fyrstu 15 kílómetrana rétt undir 50 km/klst sem þykir bara nokkuð gott á reiðhjóli.
eftir c.a. 25 km af 100 km splittaðist allur hópurinn í marga 3-5 manna hópa sem sameinuðust svo í tvo hópa rétt við reykjanesvirkjun og hélst það svoleiðis alla leið í markið og var Jóhann í hópi nr.2 allan tímann og kom þriðji í mark í þeim hópi sem var lengst af 7 manns.
Í fyrsta hóp voru einnig 7 keppendur en fór það svo að Atvinnumaðurinn Ingvar Ómarsson sigraði á 2:29,11 Hafsteinn Ægir Geirsson í öðru 50 sekúndum á eftir og Óskar Ómarsson í þriðja á sama tíma. Jóhann Dagur kom svo þriðji í sínum hóp á sama tíma og Thomas Skov Jensen sem er einnig þjálfarinn hanns og Guðmundi Sveinssyni.
Niðurstaðan gefur góð fyrirheit fyrir sumarið og var þessi keppni góð í reynslubankann.