Pílufélag Grindavíkur gengur inn í UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Píla, UMFG

Á aðalfundi Ungmennafélags Grindavíkur þann 24. júní síðastliðinn var samþykkt að taka Pílufélag Grindavíkur inn sem aðila í Ungmennafélag Grindavíkur. Við þetta mun píla bætast við sem íþróttagrein innan UMFG og bætist þar með í flóru íþróttagreina sem hægt er að stundan innan UMFG.

Á aðalfundinum var samþykkt að Pílufélag Grindavíkur gangi inn í UMFG á reynslu til eins árs. Að þeim tíma liðnum mun aðalfundur UMFG staðfesta vera Pílufélags Grindavíkur innan UMFG. Verður það gert á aðalfundi UMFG vorið 2022. Fram að þeim tíma nýtur Pílufélag Grindavíkur ekki fjárhagslegs ávinning frá UMFG.

Pílufélag Grindavíkur er eitt fjölmennasta og öflugusta pílufélag landsins. Margir af bestu píluspilurum landsins koma úr röðum Pílufélags Grindavíkur. Æfingar fyrir börn og unglinga verða kynnt á allra næstu dögum.