Klara Bjarnadóttir nýr formaður UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í kvöld í Gjánni, félagsheimili UMFG. Kosin var ný stjórn til næsta starfsárs.

Klara Bjarnadóttir var kjörin nýr formaður UMFG. Hún er fyrsta konan síðan árið 1978 til að gegna þessu embætti hjá UMFG. Er það mikið fagnaðarefni að fá jafn öfluga konu og Klöru í forystu hjá félaginu en hún hefur unnið frábært starf sem formaður sunddeildar UMFG undanfarin ár. Klara er aðeins önnur konan til að gegna embætti hjá UMFG. Ágústa Gísladóttir var formaður UMFG á árunum 1977-1978.

Með henni í stjórn voru kjörin þau Bjarni Már Svavarsson, Ásgerður Hulda Karlsdóttir, Gunnlaugur Hreinsson. Kjartan Adólfsson situr áfram í stjórn og hefur nú seinna ár í kjöri.

Mikil reynsla verður í stjórn UMFG á næsta starfsári en Bjarni Már, Gunnlaugur og Kjartan hafa allir verið formenn UMFG. Ásgerður á einnig að baki áralanga reynslu sem stjórnarmaður úr körfuknattleiksdeild UMFG. Því má með sanni segja að Klara verði með reynslubolta sér til til fullthingis í stjórn UMFG á næsta starfsári.

Ungmennafélag Grindavíkur sendir félagsmönnum og Grindvíkingum öllum kærar sumarkveðjur og verður gaman að hefja starfið af fullum krafti á ný að loknu sumarleyfi.

Áfram Grindavík!

💛💙