Uppskeruhátíð yngri flokka

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Miðvikudaginn 11. maí nk verður haldin uppskeruhátíð yngri flokka (krakkar í 5. bekk og eldri) körfuknattleiksdeildar UMFG   Hátiðin verður í sal grunnskólans og hefst kl. 17:00. Þar munu þjálfarar fara yfir árangur vetrarins og veita þeim verðlaun sem skarað hafa framúr. Veisla eins og venjulega á eftir! Unglingaráð fer þess á leit við foreldra, í fyrsta lagi, að mæta og í …

Grindavík 0 – Valur 2

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Í kvöld áttust við í annari umferð Pepsi deild karla Grindavík og Valur sem lauk með 2-0 sigri gestanna. Valur komst strax yfir á 18. mínútu og var þar að verki Arnar Sveinn Geirsson eftir sendingu frá Christian R. Mouritsen.  Guðjón Pétur Lýðsson skoraði annað mark Valsmanna á 29. mínútu. Hættulegustu færi Grindavíkur áttu Scott Ramsay og Bogi Rafn Einarsson. …

Nýr leikmaður:Robbie Winters

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Gengið hefur verið frá samningum við Robbie Winters sem æft hefur með liðinu undanfarna daga. Robbie Winters er 36 ára skoti og þar með fjórði leikmaðurinn frá Skotlandi enda hafa leikmenn þaðan reynst okkur vel. Robbie spilaði með Ólafi Erni hjá Brann og þar áður með skosku liðunum Dundee United, Aberdeen og nú síðast með Livingston. Með Brann skoraði hann …

Forvarnarnefnd UMFG býður upp á fræðslu fyrir ungmenni

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Í tilefni 75 ára afmælis UMFG í fyrra samþykkti stjórn UMFG að stofna forvarnarsjóð UMFG.  Markmið sjóðsins er að styðja og styrkja forvarnarstarf deilda UMFG og að aðstoða við framkvæmd forvarnarstarfs. Forvarnarnefnd UMFG tók til starfa í október 2010 og fram undan eru ýmis verkefni. Fyrsta verkefni forvarnarnefndarinnar var að bjóða þjálfurum UMFG ásamt öðrum sem vinna með börnum í …

Vormót og páskamót JSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Judó

Góður árangur á vormóti og páskamóti í júdó. Laugardaginn 16. apríl fór fram Vormót JSÍ og kepptu fimm drengir frá Grindavík: Marcin Ostrowski fékk gull í -50kg 13-14 ára. Sigurpáll Albertsson fékk gull í -90kg 15-19 ára. Sólon Rafnsson fékk gull í -60kg 15-16 ára. Reynir Berg Jónsson fékk silfur í -60kg 15-16 ára. Guðjón Sveinsson fékk silfur í -73kg 15-16 …

Helgi Jónas aðstoðar-landsliðsþjálfari

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Helgi Jónas Guðfinnsson hefur verið valinn í þjálfarateymi landsliðs karla Landsliðið hefur verið endurvakið og mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Sundsvall Svíþjóð í sumar og Evrópukeppninni þar sem undankeppnin byrjar á næsta ári. Helgi Jónas mun verða Peter Ögvist til aðstoðar en Peter er þjálfari Sundsvall og þar með talið Hlyn Bæringsson og Jakob Sigurðarson. Mynd visir.is

Sala árskorta hafin

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sala árskorta á heimaleiki Grindavíkur í Pepsideild karla er hafin af fullum krafti. Mun hagstæðara er að kaupa árskort en miða á einstaka leiki. Ársmiðar fyrir fullorðna kosta 12.000 kr. Ársmiði með súpu á Salthúsinu fyrir leiki kostar 16.000 kr. Ársmiði 11-16 ára kostar 4.000 kr. Hægt er að kaupa miðana í Gula húsinu eða af stjórnarmönnum knattspyrnudeildar og í …

Orri leikmaður 1.umferðar

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Fotbolti.net tilnefnir Orra Frey Hjaltalín sem leikmann 1.umferðar Pepsi deild karla Valið ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem hann spilaði mjög vel á mánudaginn.  Í viðtali við fotbolti.net þakkar hann m.a. æfingum sínum með ÍG í körfubolta ágætan árangur  Nánar hér

Opnar Morgunæfingar hjá sunddeild

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Nú fram að sumarfríi  sunddeildar verða morgunæfingarnar opnar almenningi. Magnús Már Jakobsson Sundþjálfari ætlar að segja þeim til sem mæta á morgunæfingarnar kl 6 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Verð fyrir þessar æfingar er 4000 kr fyrir mánuðinn. Allir velkomnir Byrjendur og lengra komnir.

Fylkir 2 – Grindavík 3

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík byrjaði Íslandsmótið glæsilega með 3-2 sigri í Kórnum   Byrjunarlið Grindavíkur:Óskar byrjaði leikinn en þurfti að fara út af eftir 17 mínútur. Jack Giddens tók við hönskunum og stóð sig ágætlega.Bogi Rafn og Ólafur Örn spiluðu í hafsentinum og Alexander og Ray bakverðir.Aftarlega á miðjunni voru Jamie McCunnie og Jói Helga og Orri fyrir framan þá.  Yacine Si Salem …