Fylkir 2 – Grindavík 3

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík byrjaði Íslandsmótið glæsilega með 3-2 sigri í Kórnum

 

Byrjunarlið Grindavíkur:
Óskar byrjaði leikinn en þurfti að fara út af eftir 17 mínútur. Jack Giddens tók við hönskunum og stóð sig ágætlega.
Bogi Rafn og Ólafur Örn spiluðu í hafsentinum og Alexander og Ray bakverðir.
Aftarlega á miðjunni voru Jamie McCunnie og Jói Helga og Orri fyrir framan þá.  Yacine Si Salem og Scotty á köntunum og Pospisil á toppnum.

 

Í seinni hálfleik komu Paul inn fyrir Yacine og Magnús fyrir Pospisil.

Fyrstu 30 mínúturnar voru einu orði sagt afleiddar. Fylkir var algjörlega með leikinn í sínum höndum og komust réttilega í 2-0.
Eftir hálftíma leik fékk maður það á tilfinningunni að leikurinn mundi enda með algjörri niðurlægingu.

Eitthvað skánaði leikurinn eftir annað markið og fór það það þannig að Orri minnkaði muninn fyrir hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var mun betri, boltinn gekk betur. Aðeins meira fékkst út úr Pospilis og Jói Helga virtist ekki geta tapað skallaeinvígi.

Eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik sendi Alexander einn af sínum hættulegu boltum inn í teig, Orri náði til boltans og gaf á Scotty sem jafnaði leikinn.

Stuttu seinna átti Scotty aukaspyrnu sem Bjarni, markvörður Fylkis, varði út í markteig en tékkinn fékk lítið pláss til að koma boltanum fram hjá Bjarna.
Allt stefndi í jafntefli þangað til Orri átti góða sendingu inn á hinn sprettarða Magnús Björgvinsson sem hljóp og lamdi af sér varnamann Fylkis áður en hann setti boltann snyrtilega framhjá Bjarna í markinu.

3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir var hrikalega sætt og frábært veganesti inn í mótið.

En spilamennskan í kvöld var ekkert til að hrópa húrra yfir og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik.

Þessi tvö mörk sem liðið fékk á sér voru heldur klaufaleg en lið með Óskar Pétursson/Jack Giddens, Ólaf Örn Bjarnason, Boga Rafn Einarsson, Alexander Magnússon, Ray Anthony Jónsson, Jamie McCunnie og Jóhann Helgason í helstu varnarhlutverkum ætti ekki að eiga í miklum vandræðum með að stoppa upp í.

Spekúlentar hafa spurt hverjir eiga að skora mörkin í fjarveru Ondo en liðið sýndi það í kvöld með mörkunum þremur að það mun dreifast meira á milli manna í stað þess að treysta á einn til þess.

Vert er að minnast á leik Orra í kvöld, mark og tvær stoðsendingar!
Markið hans undir lok fyrri hálfleiks gaf liðinu nýja von og mikill munur er að fara í búningsklefann með eitt eða tvö mörk á bakinu.
Í kvöld var hann að spila framar á miðjunni og spái ég því að hann muni verða komin með 7-8 mörk eftir tímabilið.

 

Nýjir leikmenn í liðinu stóðu sig misvel. Frakkinn Yacine Si Salem átti ágætan leik og verður spennandi að fylgjast með honum í sumar.
Tékkinn Pospisil fékk úr litlu að moða og sýndi því lítið en mig grunar að hann eigi fullt inni. Jamie McCunnie var eins og allt liðið frekar slakur í fyrri hálfleik en batnaði til muna í þeim seinni.
Jack Giddens stóð sig ágætlega í markinu og varði m.a. einu sinni glæsilega. Magnús átti glæsilega innkomu undi lok leiks og tyggði okkur sigurinn.

Næst er það fyrsti heimaleikur Grindavíkur sunnudaginn næstkomandi gegn Val sem sigraði FH í kvöld.

Mynd vf.is

Sjónvarpsviðtal við Orra á fotbolti.net
Sjónvarpsviðtal við Magnús á fotbolti.net
Sjónvarpsviðtal við Ólaf á sport.is
 
Sjónvarpsviðtal við Orra á mbl.is

Leikskýrsla ksi.is

Umfjöllun á visir.is
Umfjöllun og myndir á vf.is
Umfjöllun á fotbolti.net 

Bein textalýsing á mbl.is