Vormót og páskamót JSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Judó

Góður árangur á vormóti og páskamóti í júdó.

Laugardaginn 16. apríl fór fram Vormót JSÍ og kepptu fimm drengir frá Grindavík:

Marcin Ostrowski fékk gull í -50kg 13-14 ára.

Sigurpáll Albertsson fékk gull í -90kg 15-19 ára.

Sólon Rafnsson fékk gull í -60kg 15-16 ára.

Reynir Berg Jónsson fékk silfur í -60kg 15-16 ára.

Guðjón Sveinsson fékk silfur í -73kg 15-16 ára.

Laugardaginn 30. apríl var svo páskamót JSÍ haldið og kepptu aðeins tveir Grindvíkingar þar:

Marcin Ostrowski fékk gull í -50kg 13-14 ára.

Guðjón Sveinsson fékk silfur í -66kg 15-19 ára.

20-22. maí næstkomandi keppa þeir Björn Lúkas Haraldsson, Guðjón Sveinsson og Sigurpáll Albertsson á Norðurlandamóti í Osló í Noregi. Þar hefur Björn Lúkas m.a. titil að verja. Óskum þeim góðs gengis!