Forvarnarnefnd UMFG býður upp á fræðslu fyrir ungmenni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Í tilefni 75 ára afmælis UMFG í fyrra samþykkti stjórn UMFG að stofna forvarnarsjóð UMFG.

 Markmið sjóðsins er að styðja og styrkja forvarnarstarf deilda UMFG og að aðstoða við framkvæmd forvarnarstarfs. Forvarnarnefnd UMFG tók til starfa í október 2010 og fram undan eru ýmis verkefni.

Fyrsta verkefni forvarnarnefndarinnar var að bjóða þjálfurum UMFG ásamt öðrum sem vinna með börnum í Grindavík s.s. unglingum björgunarsveitar, kirkjunni og Þrumunni upp á fyrirlestur Vöndu Sigurgeirsdóttur um einelti. Fyrirlesturinn var haldinn á forvarnardeginum 6. nóvember sl. og tókst mjög vel.

Næstkomandi þriðjudag eða 10. maí býður forvarnarnefndin upp á fræðslu fyrir ungmenni sem æfa íþróttir í 7., 8., 9. og 10. bekk og þjálfara þeirra, um vímuefni og skelfilegar afleiðingar af neyslu þeirra. Fyrirlesturinn verður haldinn af lögreglunni á Suðurnesjum og Lundi forvarnarhúsi. Viku síðar eða þriðjudaginn 17. maí verður svo fræðsla fyrir foreldra unglinganna.

Fundurinn er í Hópsskóla og hefst kl 17:30

Í deiglunni er að vera með fyrirlestur um áhrif eineltis fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og fræðslu um vímuefni fyrir nemendur í fjölbraut.

Forvarnarnefndina skipa:
Stefanía Jónsdóttir
Ásdís Sigurðardóttir
Ægir Viktorsson
Sveinn Árnason
Gígja Eyjólfsdóttir
 
Ef bæjarbúar hafa einhverjar ábendingar til forvarnarnefndarinnar, sendið þær endilega á netfangið forvarnarnefnd@umfg.is .  Ábendingarnar geta verið nafnlausar. Fullum trúnaði er heitið.