Sala árskorta hafin

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sala árskorta á heimaleiki Grindavíkur í Pepsideild karla er hafin af fullum krafti.

Mun hagstæðara er að kaupa árskort en miða á einstaka leiki. Ársmiðar fyrir fullorðna kosta 12.000 kr. Ársmiði með súpu á Salthúsinu fyrir leiki kostar 16.000 kr. Ársmiði 11-16 ára kostar 4.000 kr. Hægt er að kaupa miðana í Gula húsinu eða af stjórnarmönnum knattspyrnudeildar og í Bókabúðinni.

Miðaverð á einstaka leiki í sumar í Pepsideild er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir 11-16 ára (alls eru leiknir 11 heimaleikir í Pepsideild).

Fyrsti heimaleikur Grindavíkur í Pepsideildinni er næsta laugardag gegn Val kl. 19:15.