Grindavík 0 – Valur 2

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Í kvöld áttust við í annari umferð Pepsi deild karla Grindavík og Valur sem lauk með 2-0 sigri gestanna.

Valur komst strax yfir á 18. mínútu og var þar að verki Arnar Sveinn Geirsson eftir sendingu frá Christian R. Mouritsen.  Guðjón Pétur Lýðsson skoraði annað mark Valsmanna á 29. mínútu.

Hættulegustu færi Grindavíkur áttu Scott Ramsay og Bogi Rafn Einarsson.  Alexander Magnússon þurfti að fara af velli eftir höfuðhögg á 70. mínútu og kom Robert Winters inn fyrir hann.
Aðrar skiptingar voru að Magnús Björgvinsson kom inn fyrir Yacine Si Salem á 61. mínútu og Óli Baldur á 78. mínútu fyrir Scott Ramsay en Óli Baldur kláraði ekki leikinn þar sem hann var rekinn í sturtu með rautt spjald rétt fyrir leikslok.

 

Hægt var að fylgjast með beinni textalýsingu á eftirfarandi síðum:
Björn Steinar á fotbolti.net  
mbl.is
visir.is  

 

Byrjunarlið Grindavíkur er það sama og spilaði mest allan leikinn gegn Fylki fyrir utan að Paul kemur inn í liðið fyrir Ray, sjá nánar á ksi.is

Grindavík hefur átt í vandræðum með að manna markmannsstöðuna.  Bæði Óskar og Binni eru meiddir og var því leitað til Ármanns Harðarsonar til að vera til vara fyrir Jack Giddens.  Ármann spilaði síðast með GG

 

Dómari: Magnús Þórisson
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Andri Vigfússon