Nýr leikmaður:Robbie Winters

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Gengið hefur verið frá samningum við Robbie Winters sem æft hefur með liðinu undanfarna daga.

Robbie Winters er 36 ára skoti og þar með fjórði leikmaðurinn frá Skotlandi enda hafa leikmenn þaðan reynst okkur vel.

Robbie spilaði með Ólafi Erni hjá Brann og þar áður með skosku liðunum Dundee United, Aberdeen og nú síðast með Livingston.

Með Brann skoraði hann 42 mörk í 135 leikjum