Grindavík hefur samið við kanadíska framherjann Christabel Oduro sem mun leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Christabel er 28 ára gömul og á að baki 5 landsleiki með Kanada. Christabel er væntanleg til Íslands á næstu vikum og verður vonandi góður liðsstyrkur fyrir ungt lið Grindavíkur sem vann sig upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili eftir að hafa …
Ólafur kemur á láni til Grindavíkur
Varnarmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur gengið til liðs við Grindavík og mun leika með félaginu í sumar í Lengjudeild karla í fótbolta. Ólafur er 19 ára gamall og kemur á láni út tímabilið frá uppeldisfélagi sínu Breiðablik. Ólafi er ætlað stórt hlutverk hjá Grindavík í sumar í stöðu vinstri bakvarðar hjá félaginu. Þessi ungi en stæðilegi varnarmaður á að baki 8 …
Happadrætti Þorrablóts UMFG 2021
Í tilefni af Þorrablóti UMFG sem fram fer þann 20. febrúar 2021 munu körfuknattleiks- og knattspyrnudeild Grindavíkur standa fyrir Happadrætti til stuðnings íþróttastarfinu hjá félaginu. Margir glæsilegir vinningar eru í boði og heildarverðmæti þeirra vel á aðra milljón króna. Miðaverð á happadrættismiðum UMFG er eftirfarandi: 1 stk – 1.500 kr.- 5 stk – 6.000 kr.- 10 stk – 10.000 kr.- …
Wise kveður Grindavík – Marshall fær leikheimild
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Eric Wise hafa komist að samkomulagi um starfslok og mun Wise því ekki leika fleiri leiki með Grindavík í vetur í Dominos-deild karla. Wise kom til Grindavíkur í ágúst og voru bundnar miklar væntingar til hans. Því miður hafa meiðsli sett strik í reikninginn og náði Wise því miður ekki að sýna þá hæfileika sem hann sannarlega …
Grindavík – KR | Í beinni á GrindavíkTV
Grindavík mætir KR í HS Orku-höllinni mánudagskvöldið 8. febrúar næstkomandi. Leikurinn hefst kl. 19:15. Grindavík freistar þess að komast aftur á sigurbraut eftir ágætt gengi í fyrstu leikjum tímabilsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV en áhorfendur verða ekki leyfðir á leiknum sökum samkomutakmarkanna. Aðgangur að útsendingunni hjá GrindavíkTV mun kosta aðeins 1480 kr.- og er til stuðnings Körfuknattleiksdeildar …
Marshall Nelson semur við Grindavík
Grindavík hefur samið við ástralska bakvörðinn Marshall Nelson sem er væntanlegur til félagsins á næstu dögum. Nelson er 27 ára gamall og er með belgískt ríkisfang. Hann lék með Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var þar með 8,4 stig að meðaltali í leik. „Marshall er hæfileikaríkur bakvörður sem bæði getur tekið upp boltann og er góður skorari. …
Þröstur Mikael til liðs við Grindavík
Dalvíkingurinn Þröstur Mikael Jónasson mun leika með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar en hann hefur gert samning við félagið til út tímabilið 2022. Þröstur er miðju- og varnarmaður að upplagi og lék með Grindavík á miðjunni í sigurleik gegn Keflavík í fótbolta.net mótinu um síðustu helgi. „Við erum mjög ánægðir með að hafa samið við Þröst sem er kraftmikill og …
Afreksæfingar hjá körfuknattleiksdeildinni á sunnudaginn
Næstkomandi sunnudag 31. janúar munu hefjast afreksæfingar hjá Kkd Grindavík. Við munum byrja með æfingar fyrir stúlkur og drengi í 8. flokk og eldri, en bæta við yngri iðkendum fljótlega. Nökkvi Már Jónsson mun hafa yfirumsjón með þessum æfingum, ásamt yfirþjálfurum deildarinnar Guðmundi Bragasyni og Stefaníu Jónsdóttir. Aðrir þjálfarar og meistaraflokksleikmenn munu kíkja í heimsókn í vetur til að aðstoða …
Alexander Veigar leggur skóna á hilluna
Alexander Veigar Þórarinsson hefur ákveðið leggja skóna á hilluna og mun því ekki leika með Grindavík í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Alexander Veigar er 32 ára gamall og hefur alls leikið 241 leik í deild og bikar á ferlinum og skorað í þeim 47 mörk. Alexander er uppalinn hjá Grindavík en hefur einnig leikið með Fram, Reyni Sandgerði, BÍ/Bolungarvík og …
Beinar útsendingar frá heimaleikjum yngri flokka körfuknattleiksdeildar
Körfuknattleiksdeildin hefur ákveðið að sýna alla heimaleiki yngri flokka deildarinnar beint á netinu á meðan áhorfendabann er. Hægt er að fylgjast með leikjunum á youtube síðu Ungmennafélags Grindavíkur : https://www.youtube.com/channel/UCxkyhpQ9-FcBM0yjMkoMUcQ Fyrstu leikir sem verða í beinni útsendingu eru um helgina: Laugardagur 30. janúar kl. 14:30, Grindavík – Þór Akueyri, 10 flokkur drengja Sunnudagur 31. janúar kl. 14:00, Grindavík – UMFK, 10. …