Jannon Otto gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Kvennalið Grindavíkur í körfubolta hefur fengið góðan liðsstyrk því Jannon Jaye Otto mun leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar í 1. deild kvenna.

Otto kemur frá Bandaríkjunum og er fjölhæfur leikmaður. Hún er 183 cm á hæð sem mun án efa hjálpa liðinu mikið inn í teignum.

Otto er 24 ára gömul og ólst upp í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún lék með Riverside háskólanum í Kaliforníu þar sem hún var með 16,1 stig að meðaltali í leik á lokaári sínu.

Okkar nýi leikmaður er væntanlegur til landsins á föstudag og ætti Jannon Otto að geta hafið æfingar með liðinu um miðja næstu viku.

Velkomin til Grindavíkur!