Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga hefst kl. 20:00

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga verður haldið á morgun, laugardagskvöldið 20. febrúar. Kvöldið verður stútfullt af skemmtun og hafa Grindvíkingar verið hvattir til að taka kvöldið frá og hóa saman fólki í sinni þorrakúlu og hafa gaman saman.

Ekki verður tekin greiðsla fyrir aðgang að streymi viðburðarins en þar sem að þorrablótið hefur verið ein af stærstu fjáröflunum boltadeilda UMFG síðustu ára vill þorrablótsnefndin eindregið hvetja fólk til þess að leggja inn á sameiginlegan reikning þá upphæð sem það telur sanngjarna og hefur tök á til þess að styrkja okkar frábæra íþróttastarf.
0143 – 05 – 015300 Kt. 550591-1039 (ATH reikningurinn er skráður á Körfuna en ágóðanum verður skipt á milli deildanna tveggja).

Freyr Eyjólfs verður skemmtanastjóri og mun hann vissulega fara með gamanmál eins og honum einum er lagið, Þorramyndbandið verður á sínum stað, Grindavíkurdætur taka lagið og ekki má gleyma víðfrægu Sílamávunum sem hafa æft stíft síðustu misseri.

Happdrættið verður einnig á dagskránni. 

Linkur á viðburðinn er hér en hann verður einning að finna á Facebook síðu Þorrablóts Grindavíkur.  Útsending hefst klukkan 20:00 með upprifjun eldri þorrablótsmyndbanda en sjálft þorrablótið hefst stundvíslega klukkan 21:00

Endilega deilið þessum viðburði sem víðast og hjálpumst að við að skapa stemmingu í kringum ógleymanlegt þorrablót.
Partýkveðjur,
Þorrablótsnefndin

Mynd: Þorrabótsnefndin ásamt Frey Eyjólfssyni veislustjóra blótsins