Viktoría Ýr skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Viktoría Ýr Elmarsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með meistaraflokki kvenna næstu tvö keppnistímabil. Viktoría er 16 ára gömul og lék einn leik í fyrra fyrir Grindavík sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna.

Viktoría er alin upp í Grindavík og hefur spilað upp alla yngri flokka með félaginu einnig hefur hún verið að aðstoða við þjálfun yngri flokka félagsins.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að þessi efnilegi leikmaður hafi skrifað undir samning við félagið.

Áfram Grindavík!