Hinn efnilegi markvörður Benóný Þórhallsson hefur samið við knattspyrnudeild Grindavíkur til næstu fjögurra ára eða út árið 2017. Benóný sem er tvítugur er uppalinn Grindvíkingur og spila 2 leiki í 1. deildinni í fyrrasumar og 6 leiki í Lengjubikarnum. Meðfylgjandi er mynd frá undirritun samningins í gær, á myndinni með Benóný er Rúnar Sigurjónsson varaformaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Grindavík – FH
Fyrsti leikur Grindavíkur í fótbolti.net mótinu fer fram í kvöld klukkan 21:30. Mótið er árlegt og fer á sama tíma og Reykjavíkurliðin keppa í Reykjavíkurmótinu. Grindavík spilar í A riðli með FH, Breiðablik og Keflavík og spila í kvöld, sunnudaginn 19.janúar og laugardaginn 25.janúar
Benóný Þórhallsson semur við Grindavík
Benóný Þórhallsson hefur samið við Grindavík til 4 ára eða út árið 2017. Benóný er uppalin í Grindavík og spilaði í fyrra 6 leiki í Lengjubikar og 2 leiki í 1.deild ásamt því að sjá um markmannsæfingar hjá yngri flokkum. Meðfylgjandi er mynd frá undirritun samningins í gær, á myndinni með Benóný er Rúnar Sigurjónsson varaformaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Skýr skilaboð send úr höll hraðsendinganna
Grindvíkingar komu í veg fyrir að KR-ingar myndu bæta met sem Grindavík á þátt í, þegar Dominos-deildin hófst í gær en KR-ingar höfðu unnið alla leiki sína fyrir áramót, alls 11 leiki en metið stendur ennþá…… Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur en Grindvíkingar byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta fjórðung, 20-25. KR herti greinilega vörnina í 2. leikhluta því ekkert gekk …
KR 98 – Grindavík 105
Grindavík opnaði toppbaráttuna í Dominosdeild karla með frábærum sigri á KR í gær. Fyrir leikinn var KR ósigrað í deildinni en okkar menn byrja árið vel og unnu með mögnuðum sóknarleik. Grindavík hefur átt góðu gengi að fagna í DHL höllinni síðustu misseri þar sem þeir hafa unnið 7 af síðustu 11 leikjum þar gegn KR auk sigra í fyrirtækjabikarnum …
Enn syrtir í álinn
Grindavík tapaði fyrir Keflavík með 14 stiga mun, 67-81, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Afleitur annar leikhluti varð Grindvíkurstelpum að falli en þær skoruðu aðeins 8 stig og fengu 23 á sig. Pálína Gunnlaugsdóttir var enn fjarri góðu gamni hjá Grindavík sem er nú í kjallara deildarinnar. Grindavík-Keflavík 67-81 (20-18, 8-23, 20-15, 19-25) Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 19/7 …
Grindavík sækir KR heim – Bjóða upp á Grindavíkurhamborgara
Keppni í úrvalsdeild karla í körfubolta hefst að nýju eftir jólafrí. Grindavík bíður erfitt verkefni en okkar menn sækja topplið KR heim en Vesturbæingar hafa unnið alla 11 leiki sína í deildinni. Grindavík hefur unnið 7 en tapað 4. Þetta verður fyrsti leikurinn hjá Kjartani Helga Steinþórssyni með Grindavík en hann sneri heim skömmu fyrir jól þar sem hann kom …
Enn einn Risapottur
Það verður enn einn risapottur í getraunum um helgina en potturinn að þessu sinni stefnir í 230 milljónir, Það gekk ekki alveg nógu vel um síðustu helgi en vinningurinn var undir 200kr á hlut og því ekki greiddur út. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur skal safna liði o.s.frv. Sala er hafin á hlutum í Risakerfi fyrir …
Grindavík 67 – Keflavík 81
Grindavík og Keflavík mættust í Dominosdeild kvenna í gærkveldi í 16.umferð Íslandsmótsins. Leikurinn fór fram í Grindavík og endaði með sigri gestanna. Grindavíkurliðið var fáliðað í leiknum því aðeins 9 leikmenn voru á töflunni og þarf af 8 leikmenn sem tóku þátt í leiknum. Þrátt fyrir það byrjaði Grindavík betur og voru með tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. …
Æfingar hafnar eftir jólafrí
Æfingar hjá flestum deildum UMFG eru hafnar eftir jólafrí samkvæmt æfingatöflu. Í dag eins og aðra miðvikudaga eru séræfingar hjá yngri markmönnum knattspyrnudeildarinnar. Æfingarnar eru klukkan 14:45 og fara fram í Hópinu undir stjórn Benóný Þórhallssonar