Grindavík sækir KR heim – Bjóða upp á Grindavíkurhamborgara

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Keppni í úrvalsdeild karla í körfubolta hefst að nýju eftir jólafrí. Grindavík  bíður erfitt verkefni en okkar menn sækja topplið KR heim en Vesturbæingar hafa unnið alla 11 leiki sína í deildinni. Grindavík hefur unnið 7 en tapað 4.

Þetta verður fyrsti leikurinn hjá Kjartani Helga Steinþórssyni með Grindavík en hann sneri heim skömmu fyrir jól þar sem hann kom úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum eins og lesa má um hér.Við bjóðum ykkur Grindjána velkomna á staðinn fyrir leikinn á morgun og hendum upp boltatilboði fyrir gesti okkar

Þess má geta að veitingastaðurinn Hróti Höttur við Hringbraut býður stuðningsmönnum Grindavíkur sem mæta í búningi 20% afslátt af öllu á matseðli. Sérstakur Grindjánahamborgari með frönskum á 1500 kr.