Grindavík og Keflavík mættust í Dominosdeild kvenna í gærkveldi í 16.umferð Íslandsmótsins. Leikurinn fór fram í Grindavík og endaði með sigri gestanna.
Grindavíkurliðið var fáliðað í leiknum því aðeins 9 leikmenn voru á töflunni og þarf af 8 leikmenn sem tóku þátt í leiknum. Þrátt fyrir það byrjaði Grindavík betur og voru með tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta settu gestirnir í lás og lokuðu flestum leiðum upp að körfunni. Aðeins 8 stig í þessum leikhluta og staðan því 28-41 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var nánast endurtekning á þeim fyrri, Grindavík sterkari til að byrja með fullmannað lið Keflavíkur sigldi sigurinn í höfn í fjórða leikhluta.
Grindavík byrjaði árið með að mæta tveimur sterkustu liðum landsins, fyrst Snæfell og í gær Keflavík. Þrátt fyrir tap í báðum leikjum þá eru stelpurnar á réttri leið og munu stíga upp töfluna í næstu umferðum. Ingibjörg Jakobsdóttir hefur komið vel undan jólahátíðinni því í þessum tveimur leikjum er hún búin að skora 36 stig og taka 14 stoðsendingar.
Næsti leikur hjá Grindavík er gegn Haukum 12. janúar.