KR 98 – Grindavík 105

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík opnaði toppbaráttuna í Dominosdeild karla með frábærum sigri á KR í gær.  Fyrir leikinn var KR ósigrað í deildinni en okkar menn byrja árið vel og unnu með mögnuðum sóknarleik.

Grindavík hefur átt góðu gengi að fagna í DHL höllinni síðustu misseri þar sem þeir hafa unnið 7 af síðustu 11 leikjum þar gegn KR auk sigra í fyrirtækjabikarnum gegn öðrum liðum.  Enda byrjðu okkar menn leikinn vel og komust yfir á upphafsmínútunum.  Heimamenn voru samt ekki langt undan og voru yfir í byrjun 2. leikhluta.

Í stöðunni 38-32 varð vendipunkturinn í leiknum þar sem Sigurður Gunnar Þorsteinsson var allt í öllu.  Brotið var á honum og hann skoraði úr báðum vítaskotum.  KR-ingar fóru í sókn sem endaði með að Sigurður tók frákast og fóru Grindvíkingar í hraðasókn.  Brotið var á Lalla sem skoraði úr öðru vítinu en klikkaði í því seinna sem kom þó ekki að sök því Sigurður tók frákast og skoraði.  KR-ingar byrjuðu því aðra sókn en hentu boltanum beint til Sigurður sem skoraði sín sjöttu stig á innan við mínútu.   Grindvíkingar héldu uppteknum hætti og snéru leiknum úr 38-30 yfir í 38-47 og staðn í hálfleik var 42-51.

Heimamenn komu öflugir til leiks í seinni hálfleik og komust yfir en baráttan í Grindavíkurliðinu hélt þeim inn í leiknum og enduðu uppi sem sigurvegarar 105-98.  

Sigurður var frábær í þessum leik með 24 stig og 12 fráköst, hefði skorað meira hefði hann ekki lent í villuvandræðum.  Earnest Lewis Clinch Jr einnig mjög góður með 34 stig en allt liðið spilaði vel, sérstaklega í sókninni, enda þarf mikið framlag frá hverjum og einum til að leggja fyrrum ósigrað lið KR á þeirra heimavelli.

Tölfræðin

Umfjöllun á karfan.is

Umfjöllun á vísir.is

Umfjöllun á mbl.is

Myndin hér að ofan er fengin úr myndasafni karfan.is frá leiknum