Hinn efnilegi markvörður Benóný Þórhallsson hefur samið við knattspyrnudeild Grindavíkur til næstu fjögurra ára eða út árið 2017. Benóný sem er tvítugur er uppalinn Grindvíkingur og spila 2 leiki í 1. deildinni í fyrrasumar og 6 leiki í Lengjubikarnum.
Meðfylgjandi er mynd frá undirritun samningins í gær, á myndinni með Benóný er Rúnar Sigurjónsson varaformaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.