Benóný skrifaði undir fjögurra ára samning

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Hinn efnilegi markvörður Benóný Þórhallsson hefur samið við knattspyrnudeild Grindavíkur til næstu fjögurra ára eða út árið 2017. Benóný sem er tvítugur er uppalinn Grindvíkingur og spila 2 leiki í 1. deildinni í fyrrasumar og 6 leiki í Lengjubikarnum. 

Meðfylgjandi er mynd frá undirritun samningins í gær, á myndinni með Benóný er Rúnar Sigurjónsson varaformaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.