Grindavík tapaði fyrir Keflavík með 14 stiga mun, 67-81, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Afleitur annar leikhluti varð Grindvíkurstelpum að falli en þær skoruðu aðeins 8 stig og fengu 23 á sig.
Pálína Gunnlaugsdóttir var enn fjarri góðu gamni hjá Grindavík sem er nú í kjallara deildarinnar.
Grindavík-Keflavík 67-81 (20-18, 8-23, 20-15, 19-25)
Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 19/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 17/10 stoðsendingar, Blanca Lutley 12/12 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8/11 fráköst/5 stoðsendingar, Katrín Ösp Eyberg 6, Marín Rós Karlsdóttir 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2.
Staðan:
1. Snæfell 16 13 3 1275:1057 26
2. Haukar 16 11 5 1246:1117 22
3. Keflavík 16 11 5 1186:1156 22
4. Valur 16 7 9 1112:1122 14
5. KR 16 7 9 1116:1116 14
6. Hamar 16 6 10 1106:1164 12
7. Grindavík 16 6 10 1114:1212 12
8. Njarðvík 16 3 13 1036:1247 6