Grindavík – BÍ/Bolungarvík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og BÍ/Bolungarvík mætast í Akraneshöllinni á morgun klukkan 14:00.  Er þetta leikur í þriðju umferð Lengjubikarsins. Grindavík er búinn að vinna einn(gegn Aftureldingu) og tapa einum(gegn Breiðablik) og er því í 4-6 sæti í riðlinum. BÍ gerði hinsvegar jafntefli við Breiðablik en tapaði fyrir ÍA þannig að þeir eru í næst neðsta sætinu, stigi ofar en Afturelding.

Hópleiksfréttir 7.mars

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Eftir fjórar vikur er fisksalinn áfram í fyrsta sæti ásamt GK66 en þann hóp skipa tryggingasali, tannlæknir, þúsundþjalasmiður og pípari, Strandamenn halda áfram að koma á óvart og er óvæntur árangur þeirra farinn að vekja athygli út fyrir landsteinana. Charlies United rjúka upp töfluna en sá hópur er dótturfélag sigurvegarana frá því í fyrr. Úlli Píp er með nokkuð merkilegann …

Sigur gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tók á móti Keflavík í gær í Dominosdeild karla.  Leiknum lauk með sigri Grindavíkur 94-83.  Okkar menn eru á góðri siglingu þessa dagana og á hárréttum tíma því stutt er í úrslitakeppnina. Í stuttu máli var Grindavík betri aðilinn í leiknum og voru yfir mest allan tíman en gestirnir aldrei langt undan, sigurinn var því verðskuldaður. Stigaskorið dreifðist á …

Stöð 2 í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Hrund Þórsdóttir hjá Stöð 2 var í heimsókn í Grindavík ásamt tökuliði.  Stöð 2 fjallaði um fyrirkomulagið sem er hér í bæ með æfingargjöld og hvernig það hefur dregið úr brottfalli úr íþróttum.  Fréttin var í gær og var þar rætt við Gunnlaug Hreinsson, formann UMFG, og Róbert Róbertsson, bæjarstjóra, ásamt tökum af íþróttatíma hjá 2. bekk. Hægt er að …

Stelpurnar lágu fyrir Njarðvík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur töpuðu óvænt fyrir botnliði Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna í gærkvöldi, 67-85. Leikurinn hafði svo sem ekkert að segja fyrir stöðu liðanna, Njarðvík var fallið fyrir leikinn og Grindavík hafði að engu að keppa. Það var Grindvíkingurinn í liði Njarðvíkur sem reyndist gamla heimaliðinu sínu erfitt. Andrea Björg Ólafsdóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík og hirti 17 fráköst. Grindavík-Njarðvík 67-85 …

Stórleikur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík í kvöld í 20. umferð Dominosdeild karla.  Keflavík er fyrir leikinn í öðru sæti með 32 stig en Grindavík í því þriðja með 28 stig.  Þannig að með sigri í kvöld verða lokaumferðirnar tvær sem eftir eru spennandi. Liðin mættust síðast 5. desember sem endaði með 14 stiga sigri Keflavíkur 77-63. Leikurinn …

Bikarhelgi yngri flokka

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bikarúrslit KKÍ verða haldin í Grindavík næstu helgi í umsjón körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Leikið verður til úrslita í Röstinni í öllum flokkum nema unglingaflokk karla sem leikinn verður stakur síðar vegna kærumáls á fyrri stigum keppninnar sem seinkuðu framgangi undanúrslitaleikja. Allir leikir helgarinnar verða sýndir beint á sporttv.is en dagskrá helgarinnar er eftirfarandi: Laugardagur 8. mars10:00 – 9. flokkur drengja · …

Grindavík – Njarðvík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti Njarðvík í Dominosdeild kvenna í kvöld.  Liðin eru í tveimur neðstu sætum í deildinni en Grindavík á möguleika á að jafna KR að stigum með sigri í kvöld. Leikur liðanna í lok janúar var hin besta skemmtun og leikurinn í kvöld stefnir í eitthvað svipað.  Grindavík hefur unnið tvo síðustu leiki sína enda ætla stelpurnar að …

Stelpurnar komnar á skrið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kvennalið Grindavíkur í körfuboltanum virðist vera komið á skrið í úrvalsdeildinni eftir þjálfaraskiptin því Grindavík hefur nú unnið tvo leiki í röð, gegn Val síðasta miðvikudag og svo gegn Hamri á erfiðum útivelli í gær. Þar með hafa Grindavíkurstelpur gulltryggt sæti sitt í deildinni.  Grindavík tók mikinn sprett í þriðja leikhluta gegn Hamri í stórskemmtilegum leik sem dugði til sigurs. …

Grindavík áfram í efstu deild

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík gulltryggði sér áframhaldandi sæti í efstu deild kvenna í körfubolta með góðum útisigri á Hamar í gær. Grindavík er því með 18 stig þegar tvær umferðir eru eftir en Njarðvík með 12 stig. Lokatölur voru 80-76 fyrir Grindavík og hafa stelpurnar unnið tvo síðustu leiki sína.  Næsti leikur er gegn Njarðvík og fer fram í Grindavík 5. mars klukkan …