Sigur gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tók á móti Keflavík í gær í Dominosdeild karla.  Leiknum lauk með sigri Grindavíkur 94-83.  Okkar menn eru á góðri siglingu þessa dagana og á hárréttum tíma því stutt er í úrslitakeppnina.

Í stuttu máli var Grindavík betri aðilinn í leiknum og voru yfir mest allan tíman en gestirnir aldrei langt undan, sigurinn var því verðskuldaður.

Stigaskorið dreifðist á línuna þar sem 7 leikmenn voru með 8 stig eða meira í leiknum. Lalli með annan góðan leik í röð með 17 stig í gær ásamt Earnest Lewis

Þó að sigurinn hafi verið sætur þá hefði það verið sætara að sigra með 15 stigum.  Þannig hefði innbyrðis viðureignir liðanna verið okkur í hag.  Núna eru tvö stig á milli liðanna og tveir leikir eftir.

Næsti leikur er gegn Þór í Þorlákshöfn 13. mars og í síðasta leiknum í deildinni, 16. mars, tökum við á móti Pál Axel, Ármanni og félögum í Skallagrím.

Myndir frá leiknum tók SbS fyrir karfan.is