Stelpurnar komnar á skrið

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Kvennalið Grindavíkur í körfuboltanum virðist vera komið á skrið í úrvalsdeildinni eftir þjálfaraskiptin því Grindavík hefur nú unnið tvo leiki í röð, gegn Val síðasta miðvikudag og svo gegn Hamri á erfiðum útivelli í gær. Þar með hafa Grindavíkurstelpur gulltryggt sæti sitt í deildinni. 

Grindavík tók mikinn sprett í þriðja leikhluta gegn Hamri í stórskemmtilegum leik sem dugði til sigurs.

Hamar-Grindavík 76-80 (21-19, 24-24, 19-25, 12-12)

Grindavík: Crystal Smith 32/11 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 22/10 fráköst/5 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 14, Ingibjörg Jakobsdóttir 6/6 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2.

Staðan:

1. Snæfell 26 23 3 2119:1732 46
2. Haukar 26 18 8 1990:1819 36
3. Keflavík 26 15 11 1920:1911 30
4. Valur 26 12 14 1872:1813 24
5. Hamar 26 11 15 1886:1916 22
6. KR 26 10 16 1813:1880 20
7. Grindavík 26 9 17 1820:2028 18
8. Njarðvík 26 6 20 1669:1990 12

Strákarnir lögðu Njarðvík
Grindavík vann góðan útisigur síðasta föstudagskvöld gegn Njarðvík á útivelli, 92-79, og tryggði sér a.m.k. þriðja sætið í deildinni. 
Grindavíkurliðið byrjaði frekar rólega en hálfleiksræða Sverris Þórs Sverrisson þjálfara Grindavíkur virtist hrífa.
Þorleifur Ólafsson fyrirliði átti mikinn þátt í viðsnúningi gestanna í þriðja leikhluta en hann snögghitnaði og virtust öll skot hans rata ofan í. Hann endaði með 26 stig og var stigahæstur allra á vellinum.
Þorleifur Ólafsson var mjög ánægður með sigurinn „Góður seinni hálfleikur skóp sigurinn í kvöld. Ég fann mig vel í kvöld og eftir að hafa sett niður tvö skot í röð þá hélt ég áfram að skjóta og skotin fóru ofan í. Stemmningin er virkilega góð í hópnum, sérstaklega eftir bikarleikinn, það er mjög sterkt einmitt að vinna þennan leik. Það er ekki oft sem lið vinna leikinn eftir sigur í bikarkeppni. Við erum tilbúnir í úrslitakeppni og baráttuna sem verður þar. Við erum ekki að eyða púðri í að hugsa um önnur lið, við vitum að þau eru góð, hugsum bara um sjálfa okkur og þá hefst þetta. Við höfum trú á því að við munum verja Íslandsmeistaratitilinn, annars værum við ekki í þessu.” (Viðtal: Vísir).
Staðan:
1. KR 19 18 1 1788:1506 36
2. Keflavík 19 16 3 1753:1507 32
3. Grindavík 19 14 5 1718:1544 28
4. Njarðvík 19 11 8 1771:1595 22
5. Haukar 19 11 8 1583:1541 22
6. Þór Þ. 19 10 9 1730:1754 20
7. Stjarnan 19 8 11 1640:1636 16
8. Snæfell 19 8 11 1685:1713 16
9. ÍR 19 8 11 1600:1756 16
10. Skallagrímur 19 5 14 1562:1786 10
11. KFÍ 19 4 15 1518:1737 8
12. Valur 19 1 18 1566:1839 2