Stelpurnar lágu fyrir Njarðvík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur töpuðu óvænt fyrir botnliði Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna í gærkvöldi, 67-85. Leikurinn hafði svo sem ekkert að segja fyrir stöðu liðanna, Njarðvík var fallið fyrir leikinn og Grindavík hafði að engu að keppa.

Það var Grindvíkingurinn í liði Njarðvíkur sem reyndist gamla heimaliðinu sínu erfitt. Andrea Björg Ólafsdóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík og hirti 17 fráköst.

Grindavík-Njarðvík 67-85 (24-22, 11-25, 21-19, 11-19)

Grindavík: Crystal Smith 15/7 fráköst/8 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 15, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/6 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 10, Mary Jean Lerry F. Sicat 5, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/7 fráköst.

Njarðvík: Nikitta Gartrell 21/9