Grindavík – Njarðvík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti Njarðvík í Dominosdeild kvenna í kvöld.  Liðin eru í tveimur neðstu sætum í deildinni en Grindavík á möguleika á að jafna KR að stigum með sigri í kvöld.

Leikur liðanna í lok janúar var hin besta skemmtun og leikurinn í kvöld stefnir í eitthvað svipað.  Grindavík hefur unnið tvo síðustu leiki sína enda ætla stelpurnar að enda tímabilið á fullu skriði.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.