Stórleikur í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík í kvöld í 20. umferð Dominosdeild karla.  Keflavík er fyrir leikinn í öðru sæti með 32 stig en Grindavík í því þriðja með 28 stig.  Þannig að með sigri í kvöld verða lokaumferðirnar tvær sem eftir eru spennandi.

Liðin mættust síðast 5. desember sem endaði með 14 stiga sigri Keflavíkur 77-63.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að mæta og hjálpa strákunum að ná öðru sæti í deildinni, sem gæti reynst dýrkeypt í úrslitakeppninni.