Grindavík áfram í efstu deild

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík gulltryggði sér áframhaldandi sæti í efstu deild kvenna í körfubolta með góðum útisigri á Hamar í gær.

Grindavík er því með 18 stig þegar tvær umferðir eru eftir en Njarðvík með 12 stig.

Lokatölur voru 80-76 fyrir Grindavík og hafa stelpurnar unnið tvo síðustu leiki sína.  Næsti leikur er gegn Njarðvík og fer fram í Grindavík 5. mars klukkan 19:15

Crystal Smith var stigahæst í liði Grindavíkur með 32 stig og 11 fráköst, Pálína var með 22 stig.